Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1955, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.11.1955, Blaðsíða 29
SKINFAXI 125 — Dýrafjörður, sting ég upp á. — Já, Dýrafjörður, segir Ólafur með vissu þess í rómnum, er veit. Við sitjum hér ofan við botn Lambadals, sem er innsti dalur í Dýrafirði. Og nú er um tvennt að velja. Annað er það, að stefna í skarðið, inn í þokuna aft- ur, og út háfjöllin ofan við Önundarfjörð, en þangað ætlum við. Hitt er að halda niður í hotninn og fá þokulausa ferð út dalbotnana, slá sér síðan þaðan yf- ir í Önundarfjörð. — Við kjósum þann kostinn. Dalirnir vinda upp á sig. Dalirnir á Vestfjörðum láta sér ekki nægja in,eð einn botn. Þeir hafa flestir þetta tvo, þrjá og allt upp i fjóra endakrika, sem allir vinda svo upp á sig i end- ann. Það er því ekki fljótlegt að ferðast um dalhotna fyrir vestan. Enda fáum við Ólafur að finna það i þetta sinn, þegar þokan hyrgir alla útsýn. Fyrst göngum við yfir alla botna Lambadals, yfir allhátt fjall, sem Tindafjall nefnist, og þá komum við í heljarmikinn dal, sem heitir Hjarðardalur. — Og Hjarðardalur er engin undantekning frá hinum vest- firzku dölunum. Ilann hefur eina fjóra krika í end- anum. Það er um óttuskeiðið, sem við löbbum eftir Iljarð- ardalnum. Þokan byltist á hrúnum fjallanna, ár og lækir suða i fönnum og urðum, og það glittir drauga- lega i Dýrafjörð í húmi þokunnar. — Þarna móar fyrir Þingeyri fyrir handan. Nú hefur Ólafur tekið við af kortinu með að vísa veginn. Ilonum sýnist ráðlegast að fara upp úr vest- asta krika dalsins. Þar er upp brattan skafl að fara, upp í þokuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.