Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 11
Keppni í starfsíþróttum getur verið jöfn og spennandi, ekki síður en í öðrum grein- um. Ifér sjást tvær valinkunnar kempur úr bændastétt, sem háðu harða keppni í jurtagreiningu á síðasta landsmóti. Það eru þeir Hjörtur Eldjárn á Tjörn í Svarfað- ardal (til vinstri) og Guðmundur Jónsson á Kópsvatni í Hrunamannahreppi. Guð- mundur sigraði í keppninni. -- Ejósm. Ari Kárason. Ostafat og eggjakaka. Keppt verður í 2 aldursflokkum. Ekki er ástæða til að geta neins sérstaklega í sambandi við þessa grein annað en það, að bæði verkefni verða allir kepp- endur að leysa. Um klæðaburð gilda sömu reglur og í lagt á borð. Dráttarvélaakstur. í keppninni verður notuð Fergusonvél með dráttarkrók og samstæður tengi- vagn. Aðeins þeir sem eru á aldrinum 16 til 20 ára hafa heimill til þátttöku. Lokaorð. Að framan hefur verið drepið á nokk- ur helztu atriðin, sem varðar keppnina sjálfa. Fararstjórum keppenda og kepp- endum sjálfum er bent á að kynna sér vel tímasetningar keppnisgreinanna, og mæta á tilteknum stöðum albúnir til keppni, stundarfjórðungi áður en keppni skal hefjast. Við komu á mótsstað verður farar- stjórum og þjálfurum gefnar nákvæmari upplýsingar um framkvæmd keppninnar. Verið velkomin til mótsins. Stefán Ól. Jónsson. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.