Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 13
náttúrufegurð staðarins, enda sjást héðan margskonar náttúrufyrirbæri, svo sem skógi- vaxnar fjallshlíðar, stöðuvötn, reykur frá hverum og laugum, eldfjall og jöklar. Eins og sjá má er fjallahringurinn ekki hrikalegur Ókunnugum til leiðbeiningar heitir næsta fjallið Laugarvatnsfjall. Fremsta brún þess er um 500 metrar á hæð, en byggðin hér er um 100 m. yfir sjávarmál. Næst er Snorrastaðafjall, þá Miðdalsfjall, á því er hnúkurinn „Gullkista", loks er Efsta- dalsfjall. Fjær sjást Hreppafjöllin, hérna megin við þau rennur Hvítá. Þá sést Hekla, Tinda- fjallajökull og Eyjafjallajökull, öll austan Þjórsár. Næsta fjall í suðurátt er Mosfell í Grímsnesi og ber það í Vörðufell á Skeið- um. Hvítá rennur milli þessara fjalla og sunnan Hestfjalls, sem sést nokkru vestar. Vestanvert við Vörðufell er hádegisstaður fyrir Laugarvatn. Heiðarbungan í vesturátt heitir Lyngdalsheiði. í þessu umhverfi stóð bóndabærinn, sennilega reistur skömmu eftir landhám Ketilbjarnar gamla. Bærinn stóð þar sem nú er Menntaskólinn og bænahús var fram- an við bæinn þar sem reyniviðarhríslurnar standa, Laugarvatn var jafnan höfðingjasetur SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.