Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.04.1965, Blaðsíða 31
Af þessum dæmum má augljóst verða, hversu miklir möguleikar eru á því að skora mark upp úr hornspyrnum. Það ræð- ur úrslitum að hafa fullkomið vald yfir framkvæmdinni, og að samvinna leikmanna takist. Hornspyrnur koma fyrir í hverjum leik, og þess vegna verður að æfa þær. Fyrst verður að ávinna hornskyttunum mikið ör- yggi njeð þrotlausum séræfingum. Síðan kemur skólun samleiksins í áhlaupinu. Samkvæmt minni reynzlu eru hinir sneiddu, löngu hornknettir, sem nálgast jörðu við markstöngina, sem er fjær, þeir hættulegustu, vegna þess að margir mark- verðir misreikna slíka knetti og missa þá yfir sig. í Kaiserslauten-liðinu notaði „Ott- es" sér þetta út í æsar. Hann stóð alltaf í nokkurri fjarlægð frá markinu til þess að geta hlaupið að og skallað knöttinn af full- um krafti þegar hann lækkaði á þessum stað. Allir vita, að með tilhlaupi stekkur maður hærra en úr kyrrstöðu. í landsliðinu 1954 höfðum við þrjá á- líka snjalla skalla-sérfræðinga, Ottmar, Max Morlock og Hans Scháfer, sem allir sér- hæfðu sig í að skalla á mark eftir horn- spyrnusendingu. Svo er hægt að koma á óvart með því að framkvæma hornspyrnurnar á sem breytilcgastan hátt, hafa þær ýmist langar eða stuttar eða útfæra þær á einhvern ann- an máta og notfæra sér um leið hæfileika hinna ýmsu sóknarmanna. Allavega er sá tími liðinn, þegar talið var sjálfsagt að spyrna knettinum úr horni beint á víta- spyrnupunktinn. Sá sem sér ekki nema þann möguleika, ber ekki skyn á þýðingu þess að koma á óvart í keppni. Hver sá, sem hinsvegar snýr'sér með alvöru að horn- spyrnunni, mun að Iokum læra að færa sér í nyt hinar mismunandi útfærslur hennar, og beita þá hverju sinni þeirri leikaðferð sem bezt hæfir eigin liði og líklegust er til að koma andstæðingunum í opna skjöldu. Að verjast hornspyrnu Til að verjast hornspyrnu, staðsetjum við bakverðina hvorn við sitt horn marksins. Bakvörðurinn, sem er nær spyrnuhorn- inu, tekur sér ekki stöðu fyrir aftan mark- stöngina, þannig að hann verði fyrst að hlaupa framhjá stönginni, ef spyrnan verð- ur stutt, heldur stendur hann beint fyrir framan stöngina, um það bil hálft skref frá henni í áttina að miðju vallarins. Aftari bakvörðvirinn stendur á marklínunni við hitt horn marksins. Markvörðurinn stendur í þeim þriðjungi marksins, sem fjærst er spyrnuhorninu, eitt skref frá marklínu í átt að vallarmiðju. Hinir varnarleikmennirn- ir staðsetjasig þannig, að þeir geti vel fylgzt með andstæðingunum og knettinum, svo að þeir geti sem fyrst náð til knattarins. Framverðirnir mega ekki gleyma að koma til varnar og hindra það að útherjar and- stæðingaliðsins geti gripið inn í fram- vindu leiksins á óvæntan hátt. Þá Iátum við þessu lokið um hornspyrn- una. Hún er mér alltaf sérstaklega hug- stæð, vegna þess að ég veit, hversu mikil tækifæri hún hefur í för með sér, ef mað- ur einbeitir sér að henni í hugsun og í leik. SKINFAXI 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.