Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 6
íslenzk æska úr sveitum og þéttbýii rak af sér slyðruorðið á þessu móti. Háværar raddir höfðu spáð slæmri framkomu og svalli þegar þúsundir æskufólks mættust á þessari stóru útiskemmtun. En unga fólk- ið hrakti sjálft þessar hrakspár út í veður og vind með kurteislegri hegðun og æsku- gleði, sem ekki lenti á villigötum áfengis- neyzlu eða óláta. Allir virtust skemmta sér vel við frjálst útilíþíþróttakeppni, menn- ingardagskrá og dans. Tugþúsundir hurfu frá þessu móti með góðar endurminning- ar um fagra sumardaga og ógleymanlega skemmtun á 12. landsmóti UMFÍ. Ný íþróttamannvirki Um leið og landmótið hófst voru vígð og tekin í notkun ný og vegleg íþrótta- Hafsteinn Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri 12. Iandsmótsins. mannvirki á Laugarvatni. Eru það tveir ágætir íþróttavellir, annar grasvöllur af löglegri stærð með góðum hlaupabrautum og ágætri aðstöðu til keppni í frjálsíþrótt- um og knattleikjum, en hinn er malarvöll- ur fyrir knattspyrnu. Þá var komið fyrir bráðabirgðasundlaug, 25 metra langri, í hinu skemmtilegasta um- hverfi á mótssvæðinu. Voru veggir sund- laugarinnar úr timbri, en kiæddir innan með plasti. Landsmótsnefnd hafði sam- vinnu við íþróttafulltrúa ríkisins um inn- flutning á plastlauginni, og leysti þessi nýjung sundlaugarvandamálið á mótinu. Ef þessarar laugar hefði ekki notið við, hefði orðið að láta sundkeppni mótsins fara fram í Hveragerði, líkt og gera varð á Þing- vallamótinu 1957. Á mótssvæðinu var einnig reistur geysi- stór sýninga- og íþróttapallur með um 600 fermetra trégólfi. Þar fóru fram íþrótta- sýningar, keppni í körfuknattleik og glímu og á kvöldin voru þar dansleikir. Skammt frá íþróttavöllunum var áðstaða til keppni í flestum greinum starfsíþrótta karla, svo sem búfjárdómum og dráttar- vélaakstri. Á svipuðum slóðum var véla- sýning ýmissa innflutningsfyrirtækja, sem sýndu þar bíla og landbúnaðarvélar. Oll þessi mannvirki höfðu verið reist á hinu gamla Laugarvatnstúni, og var þeim sérstaklega vel og skipulega fyrir komið. Aðstaða fyrir áhorfendur var mjög góð við öll þessi íþróttamannvirki. Keppendur á landsmótum UMFÍ hafa aldrei haft svona góðar keppniaðstæður, sérstaklega var nýi leikvangurinn mikil framför frá því sem áður hefur tíðkazt á landsmótum. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.