Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 7
»y»jyE Laugarvatn að morgná 3. júlí. Á myndinni sjást báðir íþróttavellirnir og hluti áhorf enda. aBÉái V.u.; iHWJHMIIIIIIlflllllilB Byrjun mótsins Um kl. 9 á laugardagsmorgun gengu þátttakendur hinna ýmsu héraðssambanda fylktu liði inn á nýja leikvanginn undir stjórn leikstjóra, Þorsteins Einarssonar, en Lúðrasveit Selfoss fór í fararbroddi. Hvert liéraðssambarid gekk undir sínum félags- fána og í sínum íþróttabúningum. Þetta voru glæsilegar sveitir ungs æsku- fólks, sem þarna mættust og gerðu setning- arathöfn mótsins svipmikla og eftirminni- lega. Ungmennafélagar úr öllum landshlut- um voru komnir til Laugarvatns til að eiga þar saman eina helgi í keppni og leik und- ir merki samtaka sinna, sem nú sýndu bet- ur en nokkru sinni áður hinn mikla sam- einingarmátt sinn fyrir æskufólk í öllum hinum dreifðu byggðum landsins. Fremst fór sveit Austfirðinga, en síðan komu hóparnir hver af öðrum. Síðastir fóru gestgjafarnir, Héraðssambandið Skarp- héðinn. Til mótsins voru skráðir 309 kepp- endur í einstaklingsgreinum og auk þess um 250 keppendur í flokkáíþróttum (knatt- spyrnu, hándknattleik kvenna og körfu- knattleik), en þá e'ru ót'alin hundruð ung- mennáfélaga, sem töku þátt í hinum geysi- fjölmennu íþróttasýningum. Þarf ekki að táka það fram, að þetta er stærsta íþrótta- mót, sem um getur hér á landi. Þegar hóparnir höfðu tekið sér stöðu á SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.