Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 8
grænum vellinum tók til máls Árni Guð- mundsson, skólastjóri íþróttakennaraskóla íslands á Laugarvatni, en nýju íþróttavell- irnir eru eign þess skóla. Lýsti Árni ánægju sinni með byggingu íþróttavallanna og bauð ungmennafélaga velkomna til keppni á þeim. Árni kvað það sérstakt gleðiefni, að landsmóti UMFÍ skyldi valinn staður á Laugarvatni, þar sem nú væri að rísa full- komin íþróttamiðstöð. Þar næst flutti dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra ræðu í tilefni vígslu íþróttavallanna. Dr. Gylfi óskaði íslenzkum æskulýð allra heilla og sérstaklega þeirri í- þróttaæsku úr ungmennafélögunum, sem þarna var saman komin. Ráðherrann ræddi um hinn stóra þátt ungmennafélagshreyf- ingarinnar í sjálfstæðisbaráttunni. Sú bjart- sýni og sá stórhugur, sem ungmennafélagar hefðu blásið þjóðinni í brjóst, hefði átt stóran þátt í sigrum í sjálfstæðisbaráttunni og framförum í verkmenningu og almennri menntun. Ráðherrann minnti á, að verk- efni ungmennafélagshreyfingarinnar væru stór og ævarandi, og óskaði þess að UMFÍ mætti takast vel að rækja hlutverk sitt í framtíðinni, leiða æskuna til aukinna dyggða og meiri þroska, á sama hátt og frumherjarnir kveiktu neista bjartsýni með þjóðinni í árdaga hreyfingarinnar. Þá óskaði ráðherrann fþróttakennaraskól- anum, öðrum skólum að Laugarvatni og íþróttaæsku landsins til hamingju með hin nýju íþróttamannvirki á staðnum: „Henni eru þessi mannvirki helguð. Megi hún vinna mikil afrek, en fyrst og fremst óska ég þess að hún megi vaxa að manndómi, að hún Iæri að nota rétt sinn og gegna skyldum sínum." Með þessum orðum vígði menntamálaráðherra hin nýju íþróttamann- virki. Að svo búnu lék hljómsveitin „Rís þú unga íslands merki", og þjóðfánar allra Norðurlandanna, sex að tölu, voru dregnir að hún. Síðasta atriðið í setningarathöfninni var ræða Eiríks J. Eiríkssonar formanns UMFÍ. Er ræða hans birt í heild á öðrum stáð hér í blaðinu. Að Iokinni ræðu formanns var „hvítbláinn", merki UMFÍ, dreginn að hún og hljómsveitin lék þjóðsönginn. Þátt- takendur gengu síðan skipulega af leikvelli, og hátíðlegri, látlausri en áhrifamikilli setn- ingarathöfn 12. landsmóts UMFÍ var lokið Keppni hefst Mikill mannfjöldi var kominn til leik- vangs þegar er setningarathöfnin hófst. Stöðugt fjölgaði áhorfendum er á leið morguninn, og skipti fjöldinn brátt þús- undum. Þegar að setningarathöfn lokinni hófst keppni í frjálsum íþróttum, sundi og starfs- íþróttum, en keppni í einni grein starfs- íþrótta hafði þó farið fram á föstudags- kvöld. Stöðugt streymdu áhorfendur til í- þróttasvæðanna. Raddir þulanna hljómuðu í gjallarhornum, og hvatningarhróp ogklið- ur heyrðist brátt við leikvanginn og sund- laugina. Skömmu síðar fór fyrsti knatt- spyrnukappleikurinn fram og áttust þar við lið Skagfirðinga og lið Ungmennafélags Keflavíkur, sem hafði í sínum hópi all- marga kunna knattspyrnukappa úr íslands- meistaraliði ÍBK. Það sem vakfi athygli við íþróttakeppn- ina, voru ekki sérstök afrek eða met ein- staklinga, heldur hin glæsilega þátttaka í 8 SKINFAXl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.