Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 13
sonar er við ræddum um undirbúning þessa móts á fundi með forráðamönnum staðar- ins. „Vitanlega verður ykkur lögð til öll aðstaða hér á staðnum, sem þið þurfið með til að halda ykkar mót, — þið eruð að vinna að uppeldi og framtíð æskunnar í landinu eins og við." Þakka þér fyrir þessi ummæli, Bjarni Bjarnason. Slík orð og óskir hæfa höfð- ingjum einum og gleymast ekki. Er ekki einmitt hér kjarni málsins? Hvort þetta mót tekst vel eða ekki — er ekki einkamál örfárra manna sem lagthafa saman nótt og dag að undanförnu við að undirbúa mótið, það er spurning um það hvort íslenzk æska verður fær um það að taka við arfinum frá þeim eldri og skila honum með sóma fram á leið. Kannski er það vegna alls þessa að það heftir verið létt verk að undirbúa þetta mót, þó það hafi verið nokkuð erfitt. Við höldum hátíð í dag. Veðurguðirnir hafa verið okkur hliðhollir að undanförnu. Megi sú heiðríkja, sem ríkt hefur yfir þessum stað — og það geislaflóð, sem ár- degissólin sendi hingað yfir þessi fallegu mannvirki við sólarris s.l. nótt, verða tákn þess manndóms og drengskapar, sem héðan kemur íslenzkum æskulýð til heilla og blessunar á ókomnum tíma. Ungmennafélögin hafa verið undir smá- sjá þjóðarinnar á þessu móti. — Mín loka- orð eru þessi: Ef við treystum æskunni, svíkur hún okkur ekki. Ég segi þessa hátíðasamkomu setta." Vig'nir Valtýsson (HSÞ) sigraði í kcppni í akstri dráttarvéla. SKINFAXI 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.