Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 19
I.andsrnótsnefntl og f i amkvæmdastjóri 12. Landsmóts TJMFÍ. Frá vinstri: HafstE'inn Þorvalds- son, Ármann Péturs- son, Björn Sigurðs- son, Hermann Guð- mundsson, Hermann Sigurjónsson og Stefán Jasonarson. leggja fram sinn skerf til þess að vel mætti takast. Við fyrirgreiðslu á mótinu og fram- kvæmd þess var mörg störf að vinna, flest öll hin erilsömu og þreytandi störf voru unnin af ungmennaféiögum úr HSK í sjálf- boðavinnu. Má þar nefna aðstoðarmenn við umferðarstjóri og ltiggæzlu, allt starfsfólk við aðgöngumiðasölu, allt starfsfólk við veitingatjöldin o. fl. Hvert veitingatjald var umsjá eins ungmennafélags og félags- menn hvers og eins félags skiptust á við söluna, en milli félaganna var á sinn hátt háð keppni um að veita sem bezta fyrir- greiðslu og selja sem mest. Þótt umgengni iandsmótsgesta hafi verið góð á Laugarvatni, þá fór ekki hjá því, að hreinsa þyrfti mótssvæðið eftir að móti lauk á sunnudagskviild. Þetta starf var einnig rösklega unnið daginn eftir. Það voru 60 húsfreyjur og skólabörn af Skeið- um og úr Hrunamannahreppi, sem brugðu sér til Laugarvatns og hreinsuðu allt svæðið með slíkum dugnaði og myndarskap, að þar sá ekkert rusl eftir. Með þessu veittu ungmennafélagar í HSK sambandi sínu ekki aðeins mikinn fjárhagslegan stuðning, heldur sýndu líka að siðferðilegur máttur samtakanna er mik- ill þegar um er að rasða að vinna saman af fórnfýsi fyrir gott málefni. Leiðrétting í síðasta hefti blaðsins var prentvilla á síðu 19, fremra dálki, en þar stendur orðrétt: rakalaus og ósanngjarn sleggju- dómur ungs rithöfundar um Laugamótið 1946 ----, sem á að sjálfsögðu að vera Laugamótið 1961. Er greinarhöfundur beðinn afsökunar á þessum mistökum. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.