Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 35
.JSLANDI ALLT" „Með æskulýðsmóti og íþróttahátíð að Laugarvatni, sem safnaði til sín meira en tuttugu þúsund manns, langflestu ungu fólki og mörgu langt að komnu, hefur Ungmennafélag íslands, ungmennafélags- hreyfingin, risið upp og sannað öllum landsmönnum að það er þróttmikill, lifandi félagsskapur, en ekki aðallega hreyfing sem bundin er fyrstu áratugum aldarinnar og kynslóð sem nú er óðum að hníga eða verða þungt um fótinn. Þetta er þeim mun ánægjulegra sem öllum ber saman um að menningarbragur hafi verið á mótshaldinu öllu. Það var sannað að hægt er enn á ís- landi að halda svo geysifjölmenna útihátíð á íslenzkan mæli, án þess að áfengisneyzla og ölvunarlæti spilli mannfagnaði og setji á hann ómenningarblæ. Ekki er ofmælt að með landsmóti Ungmennafélags íslands á Laugarvanti hafi verið unnið afrek í skipu- Iagningu og framkvæmd mikilfenglegrar æskuhátíðar. Ungmennafélag íslands mun liafa ákveðið að halda slík landsmót þriðja hvert ár, og verður hér eftir horft til lands- móta þeirra sem þjóðhátíðar." (Þjóðviljinn, 7. júlí). „LANDSMÓT" „Að Laugarvatni stendur nú yfir mikil hátíð. Þar fer fram stærsta og fjölbreytt- asta íþróttamót, sem nokkru sinni hefur verið haldið hér á landi, og æskufólk legg- ur leið sína til Laugarvatns þúsundum saman, ýmist til þátttöku í leikjum og keppnum eða til að fylgjast með því sem þar á að fara fram . . . Tvær kynslóðiv tóku þátt i keppni lantls- mótsins. Á myndinni sést hinn góðkunni kúluvarpari Sigfús Sigurðsson á Selfossi ásamt veim börnum sínum Einari og Dómhildi, en öll þrjú voru keppendur á móúinu. Systkinin kepptu í sundi meö ágætum árangri cn faðirinn í kúluvarpi. Ungmennafélag íslands er öflug samtök. Það er ekki á annarra færi en þeirra, sem hafa marga og starfsama félaga að bak- hjarli að gangast fyrir slíkri stórfram- kvæmd, sem landsmótið á Laugarvatni er." (Alþýðublaðið, 4. júlí). „LANDSMOT UMFÍ" „Um helgina fór fram að Laugarvatni 12. landsmót Ungmennafél. íslands og var það geysi fjölsótt og þátttaka í íþrótta- keppnum mikil. Það er vel, að Ungmenna- félag íslands stendur að svo mikilli hátíð íþrótta og æsku. Það sýnir að ennbýrmikill kraftur í ungmennafélagshreyfingunni og lienm heíur auðnast aö finna sér starfssviö við hæfi að lokinni sögufrægri baráttu fyrri hluta aldarinnar . . ." (Morgunblaðið, 6.j úlí). SKINFAXI 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.