Skinfaxi - 01.02.1968, Side 8
Sigurð Þórarinsson. Rithöfundarnir
Þórbergur Þórðarson og Guðmundur
Daníelsson hafa skemmt með íþrótt
sinni, Kristinn Hallson, Guðmundur
Jónsson, Sigurveig Hjaltested, Inga
María Eyjólfsdóttir og Friðbjörn Jóns-
son hafa sungið einsöng. Lúðrasveit
Selfoss, Söngfélag Þorlákshafnar, nem-
endur Húsmæðraskólans að Laugar-
vatni og Iþróttakennaraskólans hafa
flutt skemmtiefni. Brynjólfur Jóhann-
esson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Stef-
anía Pálsdóttir og Hulda Runólfsdóttir
hafa skemmt með framsagnarlist sinni,
en of langt mál væri upp að telja alla
þá ágætu menn, er komið hafa með
ferðasögur eða aðrar frásagnir og sýnt
litmyndir, en ljúka má upptalningunni
með því að nefna sýningu á óperunni
Astardrykkurinn eftir Donizetti. Sú
sýning fór fram að BORG hinn 10. des.
sl. við frábærlega góðar undirtektir.
Alls hafa 11 kvöldvökur verið haldn
ar á þeim tveimur árum, sem liðin eru
síðan félagsheimilið var vígt, en styrkt-
arfélögum boðið á óperusýninguna í
stað 12. kvöldvökunnar. Kvöldvökurn-
ar hafa staðið undir sér fjárhagslega
og þær vonir, sem við þessar samkom-
ur voru bundnar í upphafi, hafa rætzt.
En það eru styrktarfélagarnir, sem
mynda grundvöllinn að þessari starf-
semi, og þannig þarf það einnig að
verða í framtíðinni.
Góð aðsókn að kvöldvökunum hefur
verið okkar ómetanleg hvatning til að
vanda dagskrána sem bezt, og um leið
og ég þakka öllum velunnurum veittan
stuðning, vil ég bera fram þá von, að
við fáum góðar undirtektir nú, þegar
ný áskriftasöfnun hefst.
Böðvar Stefánsson
Til fróðleiks fylgir hér svo dagskrá
6 fyrstu kvöldvakanna að Borg:
1. KVÖLDVAKA 13. MARZ 1966:
1. Avarp: — Bjarni Bjarnason, fyrrverandi
skólastjóri Laugarvatni.
2. Píanóleikur: — Skúli Halldórsson, tón-
skáld.
3. Frásagnir og draugasögur: — Þórbergur
Þórðarson.
4. Einsöngur: — Sigurveig Hjaltested.
5. Danssýning: — Húsmæðraskóli Suður-
lands.
6. Sýndar myndir af bændum í Grímsnesi
gerðar af Baltazar.
2. KVÖLDVAKA 17. APRÍL 1966:
1. Myndagetraun. — Stjórnandi Eyþór Ein-
arsson, grasafræðingur.
2. Tvöfaldur kvartett. — Stjórnandi Jónas
Ingimundarson.
3. Einsöngur: — Friðbjörn Jónsson.
4. Píanóleikur: — Jónas Ingimundarson.
5. Litskuggamyndir úr Öræfum og Esjufjöll-
um. — Eyþór Einarsson grasafræðingur
flutti skýringar.
3. KVÖLDVAKA 18. MAÍ 1966:
1. Kvæði eftir Elínborgu Brynjólfsdóttur.
2. Lúðrasveit Selfoss, stjórnandi Ásgeir Sig-
urðsson.
3. Framsögn og upplestur: — Stefanía Páls-
dóttir.
4. Þjóðdansar frá ýmsum löndum. — íþrótta-
kennaraskóli íslands, stjórnandi Minerva
Jónsdóttir.
4. KVÖLDVAKA 4. NÓVEMBER 1966:
1. íslenzk eldfjöll. — Dr. Sigurður Þórar-
insson flutti erindi og sýndi litmyndir.
2. Einsöngur: — Kristinn Hallsson.
3. Framsögn: — Stefanía Pálsdóttir.
4. Myndagetraun. — Stjórnandi dr. Sigurður
Þórarinsson.
Framh. á bls 16
8
SKINFAXI