Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1968, Side 14

Skinfaxi - 01.02.1968, Side 14
íslandsmeistarar Umf. Selfoss í II. flokki 1967. sambandsins hafði vaxið um 86 þúsund á sl. ári og er nú um kr. 285 þúsund. Eignir eru samtals rúm 500 þúsund. Auk þess, sem þegar hefur verið minnzt á, er í skýrslunni minnst 50 ára afmælis Þóris Þorgeirssonar, íþróttakennara, og sextíu ára afmælis Umf. Hvatar. Um kvöldið var kvöldvaka að Borg, og voru þingfulltrúar þar gestir Umf. Hvatar. — Ingvi Þorsteinsson, magister, sem var einn af gestum héraðsþingsins, flutti erindi með skuggamyndum um gróðurfar á íslandi. Guð- mundur Jónsson, óperusöngvari söng með undirleik Þorkels Sigurbjörnssonar og Gísli Halldórsson, leikari, las upp. Að lokum var dansað. Kvöldvaka þessi var fjölsótt og þótti hin bezta skemmtun. Þingið gerði margar samþykktir. Meðal þeirra má nefna samþykktir um spurninga- keppni HSK, söfnun ævifélags, byggingu samastaðar fyrir sambandið, stofnun björg- unarsveita, landgræðslumál, æskulýðsmála- löggjöfina, starfrækslu sumarbúða, þátttöku í landsmóti UMFÍ að Eiðum, íþróttakennsiu á sambandssvæðinu, umferðakennslu í skólum niðurröðun íþróttamóta, fjármál o. fl. Stjórn HSK var öll endurkjörin, en hana skipa: Jóhannes Sigmundsson, Syðra-Lang- holti, formaður; Hafsteinn Þorvaldsson, Sel- fossi, gjaldkeri og Eggert Haukdal, Bergþórs- hvoli, gjaldkeri. Innanhússmót H. S. K. að Flúðum 15. apríl 1968 HÁSTÖKK MEÐ ATRENNU: 1. Pálmi Sigfússon, Ingólfi 1,73 2. Bergþór Halldórsson, Vöku 1,73 3. Guðmundur Kr. Jónsson, Selfossi 1,63 4. Helgi Benediktsson, Merkihvoli 1,63 HÁSTÖKK ÁN ATRENNU: 1. Pálmi Sigfússon, Ingólfi 1,54 2. Bergþór Halldórsson, Vöku 1,54 3. Guðmundur Kr. Jónsson, Selfossi 1,44 4. Ólafur Einarsson, Vöku 1,39 Hin efnilega sundkona, Guðmunda Guðmundsdóttir 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.