Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 3
1909 Skinfaxl 1969 Tímarit' Ungmennafélags íslands — LX. árgangur — 6. heftí — Desember 1969 Ritstjóri Eysteinn Þorvaldsson ■— Út koma 6 hefti á ári hverju, hvert 32 síður. FUNDARDAGUR 0G FUNDARÍTMI Flestum okkar er kunn sú þróun er átt hefur sér stað á undanförnum árum í fundarsókn og félagsmálastörfum. Það er orðið mjög erfitt að fá menn til að mœta á fundum og taka þátt í félags- störfum. Staðreyndin er því miður sú, að allur félagsmálaáhugi hefur stórminnkað. — Það er margt, sem glepur, útvarp, sjón- varp, kvikmyndir og alls konar skemmti- samkomur. Ungmennafélögin hafa ekki farið var- hluta af þessari þróun. Af skýrslum fé- laganna sést, að mörg þeirra halda ekki nema einn fund á ári, og sum halda ekki aðalfundi reglulega. Þegar svo er komið eru hin félagslegu málefni að mestu leyst af formanni, í sumum til- fellum af stjórninni, og er þá vanalega stutt í að félagið sé raunverulega eins manns félag. Samt er, sem betur fer, oft allmikil starfsemi hjá félögunum, þó ekki takist að halda félagsfundi. Ungmennafélögin hafa yfirleitt °kki fasta, ákveðna fundardaga, en það er staðreynd, að í þeim félagssamtökum er hafa slíkt fyrirkomulag, er bezt fund- arsókn. Ungmennafélögin œttu að reyna þetta fyrirkomulag: Ákveða fastan fund- ardag, t. d. fyrsta mánudag í hverjum mánuði, auglýsa síðan fundarstað og tíma, þannig að allir félagar viti að það er alltaf fundur á þessum ákveðna degi. Dagskrá þarf ekki að vera margbrotin: félagsstarfið, upplestur, umrœður, kaffi eða öldrykkja. Ef félagssvœðið er mjög fámennt, geta félagarnir haldið fundina til skiptis heima hjá sér. Ungmennafélögin hafa um langan ald- ur verið stœrsti félagsmálaskóli þjóðar- innar. Til þess að svo verði áfram þurf- um við að auka og efla fundarsóknina og þar með félagsstarfið. G. Sveinsson SKINFAXI 3

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.