Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 7
Myndin er úr Hallormsstaðarskógi, kórónu islenzka gróðurríkisins. veita aðstoð og leiðbeiningar. Það væri ánægjulegt að aðilar gerðu sínar tillög- ur um starfssvæði og aðgerðir og síðan verði athugað í sameiningu, hvað bezt hentar að gera á hverjum stað. I þess- um heildarsamtökum sameinast mörg öflug landssambönd, sem nú þurfa að samstilla krafta sína. í öllum héruðum höfum við t. d. starfandi skógræktar- félög og ungmennafélög. Það væri vel til fallið að slík félög efndu til sameigin- legra funda í héruðunum til að ræða landgræðslumál héraðsins og aðgerðir í þeim. Við störfum í trausti og trú á fram- tíðina og vcnum að þessi nýju samtök verði verðugur vettvangur fyrir þann mikla áhuga sem vaknaður ér og stöð- ugt fer vaxandi fyrir náttúruvernd og landgræðslu. Á stofnfundi Landgræðslu- og náttúru- verndarsamtaka íslands voru fulltrúar frá eftirtöldum landssamböndum: Ungmenna- félagi íslands, Skógræktarfélagi íslands, Lyonshreyfingunni, Bandalagi háskólamanna, Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi, Ferðafélagi íslands, Bandalagi íslenzkra listamanna, Garðyrkjufélagi íslands, Félagi íslenzkra bú- fræðikandídata, Landssambandi hestamanna, landssambandi klúbbanna Öruggur akstur, Rotaryhreyfingunni, Flugfélagi íslands, Félagi íslenzkra bifreiðaeigenda, Félagi íslenzkra iðnrekenda. Auk þess voru áheyrnarfulltrúar frá: Far- manna og fiskimannasambandi íslands, Vinnu- veitendasambandi íslands, Kiwanishreyfing- unni, Islenzkum ungtemplurum og Bandalagi íslenzkra farfugla. Þess skal getið, að öll þau sambönd, er gerst hafa aðiar fyrir aðalfundinn í febrúar, teljast stofnaðilar. Vitað er t. d. að Búnaðar- félag íslands mun gerast aðili að samtökun- um. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.