Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 8
Ungmennaíélag Njarðvíkur Laugardaginn 25. okt. s.l. hélt Ung- mennafélag Njarðvíkur hátíðlegt 25 ára afmæli sitt, ásamt Kvenfélaginu Njarð- vík, í hinu glæsilega félagsheimili Stapa. Bæði félögin eru stofnuð lýð- veldisárið 1944, ungmennafélagið 10. apríl, en kvennafélagið 17. apríl. Af- mælisfagnaðinn sóttu um 300 manns, þar af margir gestkomandi boðsgestir. Ibúar Njarðvíkurkauptúns, sem eru aðeins liðlega 2000 að tölu, munu eiga fjársterkasta sveitarfélagið á landinu miðað við höfðatölu og sér þess vissu- lega merki í kauptúninu. Ungmenna- félag Njarðvíkur er nærri því jafn- gamalt sveitarfélaginu, og hefur því vaxið upp með því og tvímælalaust sett svip sinn á líf og framkvæmdir í samfélagi Njarðvíkinga. I Njarðvík er eitthvert glæsilegasta félagsheimili landsins, þar eru góðir íþróttavellir, bæði grasvöllur og malarvöllur, rúm- gott íþróttahús og annað stórt og full- komið íþróttahús nærri fullsmíðað ásamt sundlaug. Það er því augljóst, að æskufólki þessa kauptúns er vel séð fyrir hinum ytri aðstæðum til menningarlegs íþrótta- og félagsstarfs. Sveitarstjórnin hefur skilið vel þýðingu Ungmennafélagsins í þessu starfi og stutt það á ýmsa vegu. I tilefni afmælisins heiðraði Ung- mennafélagið þrjá af fyrstu stjórnar- mönnum félagsins, og var þeim afhent heiðurmerki félagsins fyrstum manna. Ólafur Sigurjónsson hlaut gullmerki Ungmennafélags Njarðvíkur fyrir frá- bær störf í þágu félagsins, en hann var formaður þess í 23 ár, og fyrir margvís- legan stuðning á opinberum vettvangi. Ólafur er nú oddviti Njarðvíkurhrepps og framkvæmdastjóri félagsheimilisins Stapa. Karvel ögmundsson hlaut silfur merki fyrir að hafa öðrum fremur hvatt til stofnun félagsins og fyrir ýmis störf í þágu þess og veittan stuðning alla tíð. Þá hlaut Oddbergur Eiríksson silfur- merki félagsins fyrir 17 ára stjórnar- störf og margþætta leiðsögn og stuðn- ing félaginu til handa. Fyrsti fullkomni grasvöllurinn var byggður í Njarðvík. Myndin er frá kappleik á vellinum. f baksýn er íþróttahúsið. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.