Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 9
M grípa tækiiærin - og þora að nota þau Ólafur Sigurjónsson var fyrsti formaður Ungmennafélags Njarðvíkur og gegndi því starfi í 23 ór. Ólafur hefur unnið og vinnur enn að mikilvœgum félagsmólastörfum fyrir sveitarfélag sitt, þar sem hann er nú hreppsnefndaroddviti. Við hittum Ólaf í félagsheimilinu Stapa, en hann sér einnig um rekstur þess. — Hvernig tókst að móta starfið í upp- hafi, Ólafur? — Við fórum ekkert geyst af stað, en tókum þó strax til við að vinna að ung- mennafélagsverkefnum. íþróttirnar komust fljótlega á dagskrá. Knatt- spyrnan hefur lengst verið iðkuð hjá fé- laginu, frjálsar íþróttir voru í allmikl- um blóma á tímabili og handknattleik- ur og körfuknattleikur eru nú komnir til sögunnar líka. Fundastarfsemi hófum við þegar í upphafi, og hefur lengstum verið tals- vert líf í henni, en fundarsókn hefur samt hrakað hin síðari ár, illu heilli. Á tímabili voru í gildi þær reglur, að menn urðu að hafa sótt a. m. k. tvo félagsfundi, auk aðalfundar, til þess að njóta atkvæðisréttar á aðalfundi. Ungmennafélagið efnir til skemmti- ferðar á hverju sumri, og njóta þær ferðir mikilla vinsælda. Þetta eru þriggja daga ferðir, og höfum við ferð- ast allt austur að Lómagnúpi og vestur til Snæfellsness og norður um Kjöl og um Norðurland allt til Mývatns. Ýmis góð málefni önnur hefur félagið látið til sín taka, svo sem skógrækt og félagið styrkti stofnun Lestrarfélagsins Fróða, en bókasafn þess er nú hýst í Stapa. — Hvað um skemmtanalífið? —Á þeim vettvangi hefur Ung- mennafélagið jafnan haft góða sam- vinnu við Kvenfélag Njarðvíkur. Fé- lögin halda sameiginlega Þrettánda- vöku og einnig þriggja daga skemmtun, sem nefnd er Utnesjavaka, og fer fram um 1. desember. Er þá vandað til dag- skrárefnis eftir föngum og einnig haldin barnaskemmtun. — Svo gerðust þið frumkvöðlar um gerð fullkominna grasvalla fyrir íþrótt- ir. — Já, grasvöllurinn var vígður 1957 og hafa margir knattspyrnuleikir verið háðir þar síðan, m. a. allir 1. deildar- SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.