Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1969, Side 11

Skinfaxi - 01.12.1969, Side 11
Ytri aðstæður og iuuri eitíng starísins Rœtt viS GuSmud Snorrason, formann UMFN GuSmundur Snorrason er núverandi formaSur Ungmennafélags NjarSvikur. Tók hann viS forystunni af Ólafi Sigurjónssyni í fyrra, en hafSi óSur veriS í stjórn félagsins um órabil. — Hvað er helzt á döfinni í félaginu um þessar mundir, Guðmundur? — Við leggjum áherzlu á innanhúss- íþróttirnar, handknattleik og körfu- knattleik og knattspyrnumennirnir hafa einnig inniæfingar. Við sendum lið til keppni í meistarafl. og 2. fl. kvenna á íslandsmótið í vetur. Ólafur Thordarsen er aðalhandknattleiksþjálf- ari okkar, en hann var á þjálfaranám- skeiði í Danmörku í sumar. I körfu- knattleiknum höfum við fengið góðan liðsauka, þar sem fKF gekk í Ung- mennafélagið í einu lagi í sumar, og við stofnuðum körfuknattleiksdeild í félag- inu. Það verður þvi lið Ungmennafélags Njarðvíkur, sem keppir í 1. deild í körfuknattleik í vetur. — Er félaginu skipt í íþróttadeildir? — Já, við höfum deildir í knatt- utan flugvallarins, en ault þess er í smíðum hér nýtt íþróttahús, stórt og vandað, ásamt sundlaug og verður á- reiðanlega rik þörf fyrir það líka, þegar það tekur til starfa. — Hafið þið alltaf haft samvinnu við Kvenfélagið hér? — Já, félögin eru einskonar félagsleg systkini, stofnuð nær samtímis í ungu sveitarfélagi. Þau hafa vaxið upp saman og samvinna þeirra hefur oft tryggt tvöfalt átak. Samvinnan við hrepps- félagið hefur einnig alltaf verið mjög góð og hreppurinn styrkt starfsemi oklcar með ráðum og dáð og rausnar- legum fjárframlögum. — Að lokum spyrjum við Ólaf hvern- ig það hafi verið gerlegt að koma upp öllum þessum mannvirkjum, hinu veg- lega félagsheimili, íþróttahúsi og í- þróttavöllum ásamt fleiru í þessu litla hreppsfélagi. — Ölafur svarar af sinni alkunnu hógværð: — Ætli það sé ekki vegna þess að við höfum gripið tækifærin á réttum tíma og notað þau. SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.