Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 13
Oddbergur Eiríksson skipasmiður er einn af stofnendum Ungmennafélags Njarðvíkur, og var 17 ór í stjórn þess. Hann var formaður byggingarnefndarinnar, sem hafði forystu um byggingu hins reisuiega og fagra félagsheimilis, Stapa. — Hvenær var þessu stórvirki lokið, Oddbergur? — Félagsheimilið var vígt og að fullu tekið í notkun árið 1965. — Þao er staðreynd að byggingin tók ótrúlega stuttan tíma, en var þetta ekki dýrt? — Nei, byggingarkostnaður var mjög lágur, aðeins um 10 milljónir. — Hvernig mátti slíkt gerast? — Ástæðurnar eru margar. Sjálf gerð hússins af arkitektsins hálfu er jafnt einföld sem falleg, — og jafnframt hrein og bein og ódýr í byggingu. Grunnur hússins var auðunninn eins og víðar hér um slóðir, og síðast en ekki sízt má nefna það að við höfðum góða verkmenn, sem unnu verk sín af áhuga fyrir málefninu og alúð. Þetta voru menn héðan úr byggðarlaginu og allt unnið í tímavinnu en ekkert boðið út. Frá æfingu í íþróttahúsinu í Njarðvík. Á næstunni bætist við nýtt og fullkomið íþrótta- hús. SKINFAXl 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.