Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 16
Unglingar úr HSK að melskurði á Landeyjasandi. Lengst til vinstri er Erlendur á Skíðbakka að fylgjast með verkinu. (Ljósm. Sv. ísleifsson). allt svæðið grænt næsta ár, þegar farið verður, sem ég vona fastlega að verði, því verkefnin eru óþrjótandi. Nokkuð af fólkinu dreifði einnig áburði og fræi í Hvítárnesi og þar voru smíðaðir skjólgarðar gegn sandfoki, sem hafa gefizt mjög vel. Uppúr fjögur á sunnudag var farið að halda heim og voru sumir orðnir hálfkaldir og lerkaðir af allri rigning- unni, sem alltaf var jafnmikil. Var ferð- in vel heppnuð að öðru leyti en því, hve veðrið fór illa með okkur. Þetta starf er afskaplega þroskandi og skemmtilegt fyrir ungt fólk og er sannarlega verðugt verkefni fyrir ung- mennafélagshreyfinguna og er óskandi að það aukist og haldi áfram á næstu árum. Melskurður Seinni landgræðsluferðin var ölhi sér- stæðari því að hún var farin austur á Landeyjarsand til að safna melfræi. Melskurður hefur að mestu legið niðri undanfarin ár og hefur verið erfitt að fá menn í þessa vinnu. H. S. K. bauðst til að skera mel í sjálfboðavinnu einn dag og tóku forráðamenn Landgræðslu Islands því fegins hendi. — Þátttakend- ur voru um 60 og flestir á aldrinum 12—14 ára. A austurleið fórum við inn Fljótshlíðina og síðan yfir Markarfljóts- aura hjá Stóra-Dímon. Þar var áð en síðan haldið niður í Austur-Landeyjar, þangað sem ferðinni var heitið. Þegar við komum niður á sandinn blasti við okkur geysistórt flæmi vaxið melgrasi með fullþroskuðu fræi, tilbúið til skurð- ar. Þessi sandur hefur verið græddur upp á síðustu 10 til 15 árum en áður gekk sjórinn alltaf meira og meira á sveitina og minnkaði hana stöðugt. Erlendur bóndi á Skíðabakka, helzti áhuga- og framkvæmdamaðurinn við þessa landgræðslu, var með okkur og leiðbeindi við melskurðinn, þar sem fæstir þátttakenda höfðu snert á slíku fyrr. Veður var sæmilegt um daginn eftir því sem maður átti að venjast þetta alræmda rigningasumar sem gekk yfir Suðurland nú í ár. Það kom aðeins ein hellidemba um hádegisbilið sem verður að kallast vel sloppið. Fólk vann 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.