Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 22
ÞÖRF ATVINNUVAKNLNGAR Og hér kemur bréf frá hinum aldna ung- mennafélaga, Brynjólfi Melsteð á Bólstað í Gnúpverjahreppi. Brynjólfur, sem nú er nær áttræðu, hefur starfað mikið og gegnt trún- aðarstörfum í ungmennafélögunum austan- fjalls. Hann var m. a. í stjórn Skarphéðins fyrr á árum. Herra ritstjóri! Það gladdi mig og yngdi upp, er ég las hina ágætu yfirlitsgrein „Skinfaxi sextugur“. Árla skai upp rísa og hvetja æskuna til fróðleiks um liðna tímann í því skyni að þroska mann- giidishugsjónir hennar nú á dögum. Aldrei hefur samtíð æskunnar verið blendn- ari en nú. Aldrei hefur alþjóð lagt fram meira fé v.il handa ungu kynslóðinni en nú. Það er margþættur vandi að taka við fram- tíðarhlutverkinu af þeirri kynslóð, sem kaus sér einkunnarorðin „íslandi allt“. Lærið af reynslunni að gætið fengins fjár á öllum sviðum lífsins. Það gerir sérhvern góðan að geyma vel sitt og gæta hæfileika sinna bæði andlega og efnalega og ekki sízt verklega. Ungmennafélagshreyfingin mótaði hugsjónir hinnar svokölluðu aldamótaæsku og þrosk- aði hana til andlegs og líkamlegs atgervis. Og enn sækir æskan gæfu og gengi og þrosk- andi siðferði til ungmennafélaganna. Um það vitna ekki hvað sízt tvö síðustu landsmót UMFÍ, á Laugarvatni og á Eiðum. Lífið sjálft er áhrifamesti skólinn. Ungmennafélögin hafa Brynjólfur Mel- steð t. h. ásamt sr. Eiríki Eiríks- syni. Myndin er tekin í Vagla- skógi á leiðinni á Landsmótið á Eiðum í fyrra. verið okkur góður leiðbeinandi í þeim skóla, aukið okkur áræði og þroskað okkur til at- vinnu og íþrótta. Við lestur afmælisgreinarinnar í Skinfaxa rifjuðust upp fyrir mér ýmis íhugunarefni um samtimann. Ungmennafélagshreyfingin hefur verið leiðarsteinn fyrir æskufólk í meira en sex áratugi og lagt drjúgan skerf til verndunar móðurmáls okkar og þjóðernis. Nú óttast menn atvinnuleysi. Verkefnin eru að vísu næg, en það vantar peninga til framkvæmdanna og ýmsir telja vinnuna ekki lengur móður auðæfanna heldur auðæfin móður vinnunnar. Þegnskapur og veraldleg- ur vinnuskóli þurfa að koma til, þegar at- vinnuvegirnir verða fyrir áföllum. Nú er þörf á atvinnuvakningu til að auka lífsþroska hinna ungu. Innan ungmennafélagshreyfing- arinnar hefur alltaf búið þroskandi sjálfsagi. Þar mun engan kala af kærleiksleysi útlends áburðar. Sjálfs er höndin hollust. Aðhlynn- ingu innlendra atvinnuvega og heilsurækt með íþróttum þarf fólk að stunda á öllum aldri og gera land okkar að bústað friðelsk- andi menningarþjóðar. Brynjólfur Melsteð. FRAMTÍÐ GETRAUNANNA Þess er að vænta að nýskipan getraunastarf- seminnar sé nú skammt undan. Heimildin, sem ÍBR, KSÍ og ÍSÍ fengu sl. vor, rennur út nú um áramótin. Nokkur blaðaskrif hafa orðið um getrauna- málið, einkum eftir fyrirspurn, er fram kom um málið á Alþingi. í skrifum einstakra blaðamanna var málstaður ungmennafélag- anna mjög affluttur og íþróttalögin rangtúlk- uð. Stjórn UMFÍ hefur því birt skorinorða yfirlýsingu til að skýra afstöðu sína og hnekkja óhróðri í tveimur dagblaðanna. Af- staða UMFÍ mótast af þeirri sanngjörnu og sjálfsögðu skoðun, að eðlilegast sé að íþrótta- nefnd eða einhver önnur samstarfsnefnd aðila íþróttasjóðs, þ. e. UMFÍ og ÍSÍ, komi sér saman um framtíðarskipulag getraunanna og veitingu ágóðans til heilla íþróttastarfinu í landinu. E. Þ. 22 SKINFAXl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.