Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 23
ÞaS fer ekki á milli mála að heimurinn allur er nú að rumska. Vísindamenn ýmissa landa hafa hafið rann- sóknir á gagnsemi hreyfingarinnar fyrir líkamann og margir hafa þegar birt niðurstööur rannsókna sinna, en öllum er þéim sameiginleg útkoman. Sú, að hollusta h reyfingarinnar sé yfir allan vafa hafin. Jafnframt ráð- leggja þeir fólkinu að hefja nú þegar æfingar og að viðhalda hreyfingagetu líkamans á allan hugsanlegan máta, með eða án keppni í lokin. Það skal þó alltaf fyrst og fremst haft í huga að vega upp á móti sællífi nútímans og öllum þægindum hans, sem gerir manninum, þ. e. a. s. öllum fjöldanum, það því ónauðsynlegra að hreyfa sig hratt eða að taka verulega á, eftir því sem árin líða. Ekki vilja þó sumir þcirra leggja ákveðnar æfingar fyrir fólk, heldur ráðleggja því að æfa eitthvað en þó reglulega, og þá ætlast þeir til að fólk geri það, sem því þykir gaman að, en það gefur og bezta raun. Því miður er því svo farið að ekki eiga allir jafn auðvelt með að gera sér grein fyrir því, hvað þeir eiga að taka sér fyrir hendur eða hvaða æfingar þei r eiga að velja. Ég vil því að þessu sinni hjálpa þeim dálítið, sem svo er farið, og set hér á eftir fram létt prógram, sem næstum því má gera hvar sem er. Það er létt og það er auðvelt að gera sér það erfiðara með tímanum. Ég vil þó biðja þá, sem koma til með að nota það, að fara sér hægt í byrjun og vænta þess ekki að verða miklum mun betur líkamlega stæðir eftir örfáar æfingar. En að vori trúi ég, að þeir sem fara eftir því, muni finni mun á sér, finna hvað allt veitist þeim lóttara í framkvæmd en áður var. Vona ég að einhverjir hafi gagn af. Guðm. Þórarinsson. Agæt leið til heilbrígðara líiernis Gerum það að vana að hreyfa okkur eitthvað ákveðið á degi hverjum. a. Göngum til vinnunnar í stað þess að fara í bíl eða strætisvagni. b. Göngum upp tröppurnar í stað þess að fara í lyft- unni. c. Tökum örlílinn krók, ef með þarf, á leið heim úr vinnunni og göngum hratt í 15 mín. minnst. d. Gætið þess, að það er nauðsynlegt að gera þetta reglulega ef árangur á að nást. 1. Höfði rúllað í hringi Standið með fætur lítið eitt sundur og hendur aftan á baki og axlirnar signar: Höfðinu rúllað mjúkt til hliðar og í hring á báða vegu. (2x10 er ágætt). SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.