Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1969, Blaðsíða 24
2. Olnbogahringir Standið með fætur lítið eitt í sundur og haldið örmum beygð- um fyrir framan brjóst: Færið nú armana í hringi þannig að olnbogarnir fara í eins stóra hringi og hægt er. Afram og aftur til skiptis. (2x10). 3. Bolsveiflur Standið með fætur í sundur og hendur á mjöðmum. Bolurinn fluttur í hringi á báða vegu. Reynið að ná eins stórum hringjum og hægt er. (2x10). 4. Bolbeygjur áfram Standið með fætur lítið eitt í sundur og armana teygða upp. Beygið ykkur áfram og niður og reynið að ná tvisvar sinnum með fingurgómana í gólfið, reisið ykkur upp með armana upp og teygið tvisvar aftur á bak (5—10 sinnum). 5. Bolvindur Standið með fætur vel í sundur. Beygið ykkur áfram og látið vinstri hönd snerta gólfið framan við hægri fót, síðan er skipt frá hægri til vinstri og reynt að snerta gólfið utan fótarins með hinni hendinni og áfram. (2x10). 6. Armbeygjur og réttur Legið fram á hendur með mjaðmir lítið eitt bognar upp, en það auðveldar aðeins og þá einkanlega í byrjun. Beygjur og réttur arma í lotum (2x5) og hvíld milli lota. 24 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.