Skinfaxi - 01.06.1982, Side 3
SKINFAXI
3. tbl. — 73. árg. — 1982
ÁSKRIFTARVERÐ:
100 kr .árgangurinn.
ÚTGEFANDI:
Ungmennafélag íslatids.
RITSTJÓRI:
Ingólfur A. Steindórsson.
RITNEFND:
Jón G. Guðbjörnsson,
llergur Torfason,
Oluðjón Ingimundarson.
AFGREIÐSLA SKINFÁXA:
Skrifstofa UMFÍ
Mjölnisholti 14, Reykjavík.
Sími 14317.
SETNING OG UMBROT:
Leturval sf, Ártnúla 36.
OFFSETPRENTUN:
Prentval, Súðarvogi 7.
MEÐAL EFNIS:
Fréttiraf þingum ............ 4
Góngudagur fjölskyldunnar ... 6
Kveðja frá Umf. Dreng...... 7
Eflum íslenskt.............. 8
Hjólað umhverfis landið
í máli og myndum ........ 11
Framkvæmdastjóranámskeið
UMFÍ .................... 28
Glaesiför til Danmerkur.... 30
FORSÍÐUMYNDIN:
Meginefni blaðsins erfrásögn í máli og
nvpndum af hjólreiðaferðinni hringinn í
kringum landið, setn farin var undir
kjörorðinu ,,Eflutn íslenskt”. Forsíðu-
nyndin er af ungum hjólreiðamannifrá
HSH á fullri ferð í þágu íslenskrar
framleiðslu.
Afmælisverkefni
UMFÍ
Pann 11. júlí s. 1. lauk hjólreiðaferð umhveríis landið undir kjörorð-
inu „Eflum íslenskt. Þá höfðu verið hjólaðir um 3. 200 km. á 17
dögum.Rúmlega 3 þús. hjóluðu á þeim þrem hjólum sem fóru allan
hringinn, auk fjölmargra sem hjóluðu styttri vegalengdir og mikils
fjölda sem tók þátt með því að mæta á hreppa og sýslumörk og fagna
hjólreiðafólkinu. Um 3 þús. manns tóku á móti hjólreiðamönnunum á
Lækjartorgi þar sem ferðinni lauk. Pað má ætla að 12-15 þús. hafl á
einhvern hátt tekið þátt í þessu afmælisverkefni UMFI.
Mér er nú efst í huga þakklæti til alls þess fólks sem sýndi málinu
áhuga. Hvar sem við komum á leiðinni voru móttökur frábærlega
góðar. Ahugi fyrir verkefninu leyndi sér ekki. Framkvæmd og skipu-
lagning var undantekningalítið til mikillar fyrirmyndar. Ég vil þakka
þeim fjölmörgu er studdu okkur til þessa verkefnis. Ég vil þakka Félagi
ísl. iðnrekenda fyrir ánægjulega samvinnu og aðstoð, sömuleiðis Iðn-
aðarráðuneytinu, Iðnrekstrarsjóði og Sambandi ísl. samvinnufélaga,
en þessir aðilar studdu okkur með verulegu fjármagni. Auk þess lögðu
ýmsir aðrir fram lægri upphæðir. Fálkinn h/f gaf hjól til ferðarinnar,
íslenska framleiðslu sem stóðu sig mjög vel.
Þetta afmælisverkelni UMFI var gert til þess að vekja athygli á
nauðsyn þess að velja íslenska framleiðslu fremur en þá innfluttu, þar
sem því verður við komið. Hver einstakur hlutur er liður í þeirri keðju
að tryggja fjölda fólks atvinnu. Þetta er ekki eingöngu spurning um
atvinnutækifæri heldur jafnframt um efnahag og sjálfstæði. Þessari
baráttu sem ungmennafélagar hafa hrundið af stað má ekki ljúka.
Hún er heldur ekki einkamál ungmennafélaga þetta er mál allra
landsmanna. Fjölmenn félaga og launþegasamtök eiga að láta sig
slíka hluti varða. Við ungmennafélagar verðum að halda þessari
baráttu áfram. Við eigum allir að standa undir kjörorðinu „Eflum
íslenskt" velja íslensku vöruna, hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.
Þetta afmælisverkefni er afsprengi þeirrar þjóðræknishugsjónar
sem ungmennafélagshreyflngin er sprottin af. Flokkspólitík og at-
kvæðasmölun ráða ekki gerðum okkar, aðeins sú von að við séum að
vinna landinu gagn. Hér á árum áður ortu þjóðskáldin ættjarðarljóð
sem flestir kunnu. Ekki var þó landið þeim öllum mjög gjöfult, en þeir
trúðu á framtíð þess og sjálfstæði.
Ungmennafélögin eru uppeldisstofnun margs ungs fólks, þar þarf
að leggja höfuðáherslu á heiðarleika, drengskap og trú á land og þjóð.
Verkefnin eru mörg, fegrun landsins og bætt umgengni eru sígild
baráttumál.
Þeim góða byr sem verkefhið „Eflum íslenskt“ hefur fengið þarf að
fylgja eftir, því hvet ég alla ungmennafélaga og alla aðra íslendinga til
að taka höndum saman og velja íslenskt þar sem því er við komið.
Eflum íslenskt
Islandi allt
Pálmi Gíslason.
k____________________________________________-__________y
SKINFAXI
3