Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 8
v I Ð T A L „íþróttaiðkun; lífsstíll fyrir lífstíð" segir íþróttakonan og þjálfarinn í Borgarnesi íþróttalíf á sambandssvæði UMSB, og þar á meðal hjá Ungmennafé- laginu Skallagrími í Borgarnesi, er með miklum blóma. Áhuginn er mikill, bæði á keppnis- og al- menningsíþróttum. Skinfaxi brá sér bæjarleið, og hitti íþróttafólk Umf. Skallagríms og UMSB og fékk að kynnast fjöl- breyttu starfi. Borgarnesbær hefur verið mikið í sviðsljósinu fyrir það að eiga góða úrvalsdeildarmenn í körfu- bolta. Knattspyrnumenn leika í þriðju deild og sundmenn, frjálsí- þróttamenn og badmintonmenn eru í annarri deild. Fjölmennustu greinarnar, með um og yfir 100 iðkendur, eru knattspyrna, frjálsar og körfubolti. Á síðastliðnu ári eignaðist UMSB um fjórutíu Islandsmeistara í hinum ýmsu íþróttagreinum, en ekki er áhuginn minni í almenn- ingsíþróttunum. Vatnsleikfimi stunda á milli 70 og 80 manns, um 50 manns eru í erobik og milli 50 og 60 eru í almennri líkamsrækt. Einnig er boðið upp á göngu- og trimmklúbba, ungbarnasund, frú- arleikfimi og nudd. Borgnesingurinn íris Grönfeldt er íþróttafræðingur frá háskólanum í Alabama. Hún er gædd þeim eiginleika að geta hrifið alla með sér, hvort sem um er að ræða afreksfólk eða fólk í almenningsíþróttum. Það er mál manna að hún eigi mikinn þátt í því hve íþróttalífið í bænum er gott. „Við gætum auðveldlega fyllt tvö í- þróttahús með stanslausum æfingatím- um, því íþróttaáhuginn er það mikill í þessum 1700 manna bæ," segir Iris, að- spurð um þennan almenna íþróttaáhuga. „Það er þegar búið að gera mjög mik- ið fyrir fþróttirnar í bænum og bærinn stendur mjög vel á bak við alla íþrótta- uppbyggingu, en aðsóknin er það mikil að auðvitað vantar okkur stærra íþrótta- hús, sundlaug og gerviefni á hlaupa- brautir og það segir sig sjálft að þetta kemur ínnan tíðar," segir íris, þess full- viss að bæjarstjórnarmenn hugsi hátt. Irís hefur sannarlega sankaö aö sér verðlaununum. Aðstaðan er að verða of lítil, Hafið þið skipulagt starfið á annan hátt til þess að koma öllumfyrir? „Við reynum að skipuleggja hluta þjálfunarinnar þannig að hún verði sam- eiginleg fyrir deildirnar. Hver og ein deild byggir upp sína tækni í sínum tím- um í íþóttasalnum, en vegna þess hve salurinn er ásetinn eru lfka sameiginleg- ar þrekæfingar bæði í þreksal og í í- þróttasal. Þegar þessar sameiginlegu æf- ingar byrjuðu fyrir þremúr árum var að- sóknin mjög góð, en það er langt síðan að íþróttahúsið varð of lítið. Þessar æf- ingar hafa annars gengið mjög vel, fyrst á haustin er mikið um sameiginlegt þrek, en þegar líða tekur á byrja ég með sérhæfðari æfingar. Það sem hefur meðal annars gert þessar sameiginlegu æfingar mögulegar er það að, mjög lítill rígur er á milli deilda eins og oft vill verða." Hver er ástœðan ? Það er reyndar erfitt að segja til um það, en það sem skíptir örugglega miklu er að það er ekkert hálfkák á hlutunum í neinni deild og allstaðar fagfólk við störf. Bærinn, æskulýðsnefndin og æskulýðsfulltrúi gera ekki upp á milli deilda og standa vel á bak við allar deildir. Við reynum að vinna þannig að allar deildir vinni saman, en ekki á móti hver annarri. Ég legg mikla áherslu á að krakkarnir sem ég er að þjálfa stundi líka aðra íþróttagrein. Það má ekki ger- ast að menn berjist um krakkana og segi að ein grein hafi tekið frá annarri. Krakkarnir verða að fá að vita að þau verða miklu fjölhæfari íþróttamenn með því að stunda fleiri greinar alveg upp að 17-18 ára aldri og það liggur ekkert á með að hefja sérhæfingu of snemma." Megrun er úrelt fyrir- brigði Það hefur gengið bærilega að fá al- menning í Borgarnesi til þess að stunda líkamsrækt, hvernig hafið þið farið að? „Það má ekki vera að nauða alltaf í fólki um að það mæti í íþróttir vegna þess að ákveðnir vöðvar þurfa á því að halda. Heldur að fólkið komi sjálft til þess að halda líkamanum við, alveg eins og um bíl væri að ræða. Það má ekki vera ánauð að fara í leikfimi, fólk verð- ur að hafa gaman af því og það er líka gaman. Megrun er löngu úrelt fyrirbrigði, fólk sem ætlar í megrun og vill losna við 12 kíló heldur að skammtímalausnir geti hjálpað því til þess. Fólk á að breyta mataræðinu fyrir lífstíð með því móti að minnka smátt og smátt neyslu sykurs og fitu. Það leiðir til þess að viðkomandi einstaklingur nær af sér kílóunum án fyrirhafnar og það verður ekkert vanda- mál ef lfkamsrækt er alltaf stunduð reglulega. Aðrar aðferðir eru dæmdar til þess að falla," segir íris. Hvernig kemur þú þessum hugsunar- hœtti inn hjáfólki? „Mér finnst auðvelt að fræða Borg- nesinga um þessi mál, en ég hef kennt á mörgum stöðum út um sveitir og þar er stundum annað hljóð í skrokknum og menn hafa ákveðna fordóma gagnavart 8 Skinfaxi