Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 10
ÁSKRIFENDASÖFNUN Félagsskapurinn góður Hanna Kristín Ólafsdóttir, Umf. Hítarkappa er 15 ára og hefur kastað kringlu í þrjú ár. Hún æfir fjórum til fimm sinnum í viku, lyftir tvisvar og kastar tvisvar til þrisvar og fer auk þess út að hlaupa. Hún er í skóla á Varmalandi og stund- ar æfíngar, bæði þar og í Borgamesi. Það fer drjúgur tími í keyrslu á æfingar. Mamma hennar eða pabbi láta það ekki eftir sér að keyra hana 25 rriín. leið til þess að hún geti mætt á æfingar um helgar. „Það er sannarlega þess virði að eyða tímanum í þetta og ég sé ekki eftir því. Félagsskapurinn er ofsalega góður og ég hef mjög gaman af því að æfa og stefni auðvitað að því að vinna á íslandsmótinu í sumar eða þá að ná góðum árangri þar,” segir Hanna Kristín, kringlukastari úr UMSB. Hirðir metin af þjálfaranum Halldóra Jónasdóttir er upprenn- andi spjótkastari og kúluvarpari úr Umf. Skallagrími. Nýlega bætti hún íslandsmetið í kúlu- varpi þegar hún kastaði 10,95 metra inn- anhúss. Og seint á sfðasta ári bætti hún sig í spjótkasti þegar hún kastaði 39.42 m. Hún er á góðri leið með að hirða öll gömlu metin af Irisi Grönfeldt, þjálfara sínum. Það má eiginlega segja að það sé ekki heiðarleg framkoma að njóta góðrar tilsagnar írisar og hirða svo allt af henni jafnóðum. Halldóra æfir stíft og stefnir hátt, enda fullt tilefni til þess. 10 Verðlaun fyrir áskrifendasöfnun Góðir lesendur Nú gefst ykkur tækifæri til þess að eignast ýmsa góða hluti ef ykkur tekst að safna áskrifendum að Skinfaxa. Þegar þið hafið safnað 3-10 áskrifendum, þar sem fram kemur: Nafn, kennitala, heimilisfang og ósk um greiðslu með gíróseðli eða greiðslukorti (kortnúmer og gildistími), getið þið hringt eða skrifað og ykkur verða þá send þau verðlaun sem í boði eru. Gleymið ekki að skrifa ykkar eigin nafn og heimilisfang svo að verðlaunin rati á réttan stað. Gangi ykkur vel. Heimilisfangið er: Áskrifendasöfnun Skinfaxa Öldugötu 14 101 Reykjavík Símar: 91-12546/14317. Tilboð þetta gildir til 1. október 1992. Öll verðlaunin eru frá Á. Óskarsson hf. í Mosfellsbæ. Ef þér tekst að finna 3 áskrifendur getur þú eignast: a) úr sem er allt í senn; armbandsúr, skeiðklukka og vekjari, b) skeiðklukku með klemmu, sem er líka hægt að nota sem armbandsúr og flauta í hálsól fylgir. Ef þér tekst að finna 5 áskrifendur getur þú eignast: a) skeiðklukku meðfullkomna keppn- istímatöku. b) fótbolta, handbolta eða blakbolta. Ef þér tekst að finna 10 áskrifendur getur þú eignast: a) púlsmæli með þrenns konar minni. b) vegalengdarmæli fyrir skokkara. Skinfaxi i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.