Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 19
L Y F O G í Þ R Ó T T I R af braut misnotkunar og hefur verið talað um ávana í því sambandi. Vert er að benda á, að mikil, líkamleg þjálfun getur einnig verið ávanabindandi, þannig að á- reynsluþörfin stjómi lffi fólks meira en góðu hófi gegnir. Geðræn sjúkdómsein- kenni ganga nær alltaf til baka, þegar notkun stera er hætt. Hafa ber í huga, að út í misnotkun leiðast oft þeir, sem em ósjálfstæðir og með brothætta sjálfsí- mynd eða hafa tilhneigingu til þess að lenda í andstöðu við umhverfi sitt. Önnur skaðsemi Það myndi æra óstöðugan að telja upp alla sjúkdóma og sjúkdómseinkenni, sem tengd em ofnotkun karlhormóna. Truflun á lifrarstarfsemi hefur lengi ver- ið þekkt. Lifrarfrumumar taka að leka lífefnahvötum út í blóðið og sinna verr hreinsunarhlutverki sínu. Lýst hefur ver- ið nokkrum tilfellum lifrarkrabba og nýmakrabba, sem veruleg ástæða þykir til að kenna steranotkun um. Karlhorm- ónin eru forsenda þess, að krabbamein myndist í blöðruhálskirtli. Hjá ungum misnotendum eru dæmi þekkt um ill- kynja æxli í blöðruhálskirtli, sem trúlega em tengd steranotkun. Margt er ennþá ó- ljóst í þessum efnum, því það tekur krabbamein mörg ár að þróast, og lækn- isfræðilegar rannsóknir á ólöglegri og leyndri steramisnotkun eru að sjálfsögðu ýmsum annmörkum háðar. Þar sem steramisnotkun er þekkt að því að brengla saltajafnvægi líkamans, skerða sykurþol og hafa óholl áhrif á blóðfitu, liggur beinast við að ætla að hún geti valdið hjarta- og æðasjúkdóm- um. Þekkt eru nokkur tilfelli heilablæð- inga, hjartadreps og hjartabilunar hjá ungum mönnum sem rakin hafa verið til stera. Ýmsum öðrum sjúkdómseinkenn- um hefur verið lýst, sem tengd hafa ver- ið steranotkun. Nefna má höfuðverk, sviða í þvagrás, sinadrátt og bælingu á ónæmiskerfinu. Einnig blæðingar í vöðva vegna tognana og sinaslit, en steramisnotkun eykur greinilega hættu á meiðslum. Misnotandinn getur sjaldnast verið viss um að vera með hreint efni í hönd- unum og sterarnir kunna að hafa verið framleiddir við ófullkomnar aðstæður. Eiturefni geta því verið í lyfinu, því misnotendur eru að pukra með óhreinar nálar og sprautur og viðhafa kannski ekki fyllsta hreinlæti sjálfir. Sýkingar á stungustað eru því algengar og dæmi eru um eyðnismit við þessar aðstæður. Þess má geta, að karlhormónin eru bæði tekin inn í töfluformi og sprautað í vöðva. Fyrirmyndir unglinganna Af framansögðu má ljóst vera, að steraætur eru heldur vondar fyrirmyndir, og getur stundarfrægð og brothætt yfir- borð verið hafa dýru verði keypt. Vand- inn er sá, að fæstir vita hverjir stunda hið mannskemmandi og sjálfseyðandi svindl og hverjir ekki. Því er brýnt að sannfæra unglinga um að lyfjanotkun í íþróttum sé ekki eftirsóknarverð og misnotendumir séu hvomtveggja í senn aumkunarverðir og hlægilegir. Hræðsluáróður einn dugir skammt. Mikilvægasta er að fyrirmyndir unglinganna taki einarða afstöðu gegn lyfjamisnotkun og láti það í ljós. Það er hlutverk íþróttahreyfingarinn- ar að stemma stigu við lyfjamisnotkun og fþróttasvi ndli þeirra, sem þegar stunda það. Á þá bíta engin rök, eins og dæmin sanna. Fjármagn til fyrirvara- lausra lyfjaprófana á æfingatíma má alls ekki skera svo við nögl sem gert hefur verið. Hins vegar vinnst þessi barátta ekki með lyfjaprófum, sem allt of marg- ir standast. Hún mun einungis vinnast með einarðri þjóðarafstöðu og nýrri lagasetningu gegn lyfjamisnotkun í í- þróttum, sem er nánast jafn brýn heilsu- vemdaraðgerð og baráttan gegn vímu- efnunum. Rit sem stuðst hefur verið við: Wilson, J.D.: Androgen abuse by athletes. Endocrine Review 1988. Vol. 9, No. 2; 181-199. Pope, H.G. et al.: Affective and psychotic symptoms associated with anabolic steroid use. Am. J. psychiatry 1988; 145:487-490. Lindström, M. et al.: Use of anabolic - androgen- ic steroids among body-builders - frequency and attitudes. J. Intem Med. 1990; 227(6):407-411. Yates, W.R. et al.: lllicit anabolic steroid use: a controlled personality study. Acta Psychiatr. Scand. 1990; 81(6):548-550. Strauss, R. et al.: Anabolic steroids in the athlete. Ann. Rew. Med. 1991; 42:449-457. Bardin, C.W. et al.: Androgens: Risks and benefits. J. Clin. Endocr. & Metabolism 1991; 73(l):4-7. Kennedy, M.: Athletes, dmgs and adverse react- ions. Adverse dmgs reaction bulletin 1990; No. 143:536-539. Kaupfélag Eyfirðinga VÍSA ísland Almenna tollvörugeymslan Akureyrí Útgerðarfélag Dalvíkinga Bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar Sparisjóður Mývetninga íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur Sandgerðisbær Landsvirkjun Njarðvíkurbær Ögurvík hf. Rvk. Háaleitisapótek Rvk. Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.