Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 20
S U N D Vöðvauppbygging með rafmagni í stað lyfja Óskar Hjartarson hefur verið íþrótta- kennari í Borgamesi síðan 1988, og á- samt kennslunni rekur hann nuddstofu í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar. „Ég er með venjulegt slökunamudd sem gengur út á það að tengja líkams- hlutanna saman, t.d. ef hönd er nudduð þá er hún tengd við öxlina og hún síðan við háls og herðar. Aðsóknin er góð, bæði hjá íþróttafólki og konum sem vilja losna við appelsínuhúð. Boðið er upp á meðhöndlun í sér- stöku trimmformtæki sem er bæði nudd- tæki og vöðvabætandi tæki. Með til- komu þessa tækis er komin ný aðferð til þess að styrkja vöðva íþróttamanna. Veikur rafmagnsstraumur er notaður til þess að byggja upp vöðva með sama ár- angri og þegar lyf em notuð. Þessi að- ferð er bæði notuð í Sovétríkjunum og Bandaríkjunum. Rafmagnspúðar em festir á þá vöðva sem ætlunin er að fái meðferð. Við rafboð frá taugakerfínu hreyfast vöðvar líkamans og með því að fjölga rafboðunum tekur rafmagnið alla stjóm og vöðvamir titra án afláts. Sagt er að bandaríski lyftingamaður- inn Derrich Cross hafi bætt árangur sinn á síðustu ÓL um 40 kg vegna þess að hann notaði rafmagn til þess að styrkja fótvöðvana á hverjum degi í sex vikur. Cross fór margsinnis í lyfjapróf en eng- in merki fundust um lyfjaneyslu. „Ef íþróttamaður vilt komast í gott form þá getur hann farið í svona tæki og einnig ef hann er hræddur um að gefast upp þegar hann er að byrja að æfa,” sagði Óskar. Bólgan hvarf á tveimur dögum Bergþór Ólasson er kastari með körfubolta sem aukagrein. Hann á sjö Islandsmet í kúlu, kringlu og sleggju- kasti og hefur verið að safna þeim und- anfarin fjögur ár. Bergþór fer reglulega í trimmformtækið og var spurður hvemig honum fyndist meðferðin. „Mér fannst þetta skrýtið fyrst, en síðan hef ég vanist því. Það er alls ekki óþægilegt að liggja og láta rafmagnið sjá um að hreyfa vöðvana og maður finnur ekki fyrir neinum verkjum á eftir. Árangur af þessu er greinilegur. Ég fór fyrst í þetta vegna þess að ég hafði Sumar þora ekki að byrja Sundíþróttin i Borgarnesi hefur frá því um 1980 vaxið mikið eftir margra áratuga hlé. Áhuginn er mikill og um 100 krakkar stunda sundið af krafti. Hin síðari ár hefur UMSB alltaf átt sundmenn á landsmælikvarða. 1 Borgamesi em einungis fímm stelpur á aldrinum 13-16 ára sem æfa sund. Þeg- ar Skinfaxi mætti á staðinn vom þær Kristín, 13 ára, Ása, 16 ára og Berglind, 13 ára, að æfa af krafti. Þær em allar á- gætir sundmenn. Ása á mörg héraðsmet og á síðastliðnu ári setti hún héraðsmet í 100 m bringusundi þegar hún synti á 1:21,6 mín og í 200 metra bringu á tíman- um 2:52,25 mín. Berglind var nýlega 13 ára gömul þegar hún setti héraðsmet í öll- um flokkum og náði góðum árangri í 200 m baksundi þegar hún synti á 2:49,0 mín. Þrjár unglingsstúlkur á sundæfingu er auðvitað ekki nógu gott og það leiðir hugann að því að á vissum aldri hætta unglingar oft að iðka íþróttir og ástæður þess eru eflaust margar. Það væri verðugt verkefni fyrir íþróttakennara og áhuga- menn um íþróttir að kanna hvers vegna svo sé og finna leiðir til þess að stemma stigu við þeirri þróun. Hvað œtli hinar stelpurnar í bœnum séu að gera, eru þœr bara heima að snyrta neglurnar og hafa sig fínar? „Nei, það em fullt af stelpum á okkar aldri sem æfa iþróttir, sumar em í frjáls- um, badminton eða körfubolta,” fullyrtu þær Kristín, Berglind og Ása. „Sundið er erfíð einstaklingsíþrótt og sumar stelpurnar sem byrjuðu hafa ein- faldlega hætt og af því þær voru orðnar leiðar. Við þekkjum stelpur sem vilja byrja aftur að æfa, en þeim fínnst þær svo lélegar að þær þora því ekki. Við höfum reynt með öllum ráðum að fá þær til þess að vera meðÞað er auðvitað erfitt tognað illa á ökkla og bjóst ekki við að geta spilað körfubolta í tvær til þrjár vikur. Eftir að ég byrjaði í trimmform- inu hvarf bólgan algjörlega á tveimur dögum og ég var farinn að spila eftir þrjá daga, þannig að árangurinn var al- veg ótrúlegur..” Heldur þú að þetta tœki geti komið í veg fyrir að íþróttamenn ónetjist lyfjum til þess að ná árangri? „Já og ég held að lyfjaneysla sé á undanhaldi, en það em vissulega margir sem em tilbúnir til þess að neyta lyfja, en þeim er alltaf að fækka. íþróttamenn em farnir að sjá að það er hægt að ná ár- angri án lyfjaneyslu. í mínum hópi er lyfjaneysla fordæmd og flestir láta í ljós andúð sína á lyfjaneyslu,” sagði Borg- nesingurinn Bergþór Ólasson. að koma allt í einu inn í ákveðið æfinga- kerfi, í stað þess að hafa verið með frá upphafi æfingatímabilsins.” Ása, Berglind og Kristín sögðu það vera aðalmarkmiðið að bæta tímana og standa sig vel á næstu mótum. Stundum kæmi upp leiði, en það gengi alltaf yfír. Með góðri æfingu eiga stelpumar góða möguleika á að standa sig vel og það er vonandi að þeim takist að fá fleiri til þess að vera með og stunda sundið og setja stefnuna á Landsmót UMFÍ í Borg- amesi 1997. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.