Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 27
FRJÁLSÍÞRÓTTAANNÁLL UMFÍ HSK - kappamir Jón Arnar og Ólafur Tugþraut Árangur í tugþrautinni dettur töluvert niður milli ára og munar þar mestu um að Gísli átti við meiðsli að stríða og fór því ekki í gegnum þraut. Ólafur og Auðunn voru sæmilegir en bættu sig samt ekki. Ekki er samt ástæða til að örvænta því að ef að Jón Arnar, Gísli Sig, Friðgeir Halldórs og Unnar Vilhjálmsson ná sér á strik næsta sumar þá gæti þetta orðið ein af sterkari greinunum. Meiðsli hafa þó oft viljað setja strik í reikninginn í þessari erfiðu en skemmtilegu grein. Eitthvað virðist áhuginn á meðal þeirra yngri vera að vakna fyrir þessari grein og er það vel. KONUR Spretthlaup Hér er fyrsta greinin þar sem um greinilegar framfarir er að ræða á milli ára. Guðrún Arnars var mjög sterk og bætti sig töluvert. Hún er nú farin að nálgast íslandsmetin í styltri greinunum þó enn vanti töluvert uppá. Sunna Gestsdóttir er geysilega efnileg og setti meyjamet í 200 metra hlaupinu og virð- ist vera að styrkjast töluvert. Næstu ár gætu þó samkvæml venju orðið erfið þegar aðstöðuleysið fer að segja meira til sín. Ef hún heldur hins vegar sínu Guðrún Amardóttir striki og æfir að kappi næstu árin þá verða íslandsmetin í hættu. Snjólaug bætti sig í 100 metrunum og sýndi styrk í sínu fyrsta 400 metra hlaupi. Fyrir utan þessar þrjár er breiddin þó heldur lítil en töluvert er að ungum efnilegum stúlkum sem ættu að geta bætt sig verulega á næstu árum. Millivegalengdir og langhlaup Fríða Rún bætti sig verulega í lengri greinunum og hefur æft vel í Bandaríkj- unurn. Henni hefur gengið vel í vetur og vonandi heldur hún áfram að bæta sig næsta sumar. Margrét Brynjólfsdóttir sem æfir með Fríðu Rún í Bandaríkjun- um bætti sig einnig í lengri greinunum síðasta vor en keppti síðan lítið um sum- arið. Vonandi nær hún sér aftur á strik næsta sumar. Af ungu stúlkunum vakti mesta athygli árangur Þórhöllu í 800 og Laufeyjar í 1500 metrunum. Unnur Stefáns sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum og náði frábærum árangri á norðurlandamóti öldunga. Það er annars Fríða Rún Þórðardóttir athyglisvert hversu svipaðar þær Unnur og Þórhalla eru í hinum ýmsu greinum, aldurmunurinn er jú ein 25 ár! Grindarhlaup Árangur í grindarhlaupunum var svipaður milli ára. Guðrún bætti sig að vísu ekki í stuttu grindinni en litlu mun- aði. Það er eftirtektarvert hversu ferill Guðrúnar hefur verið líkur ferli Helgu Halldórsdóttur íslandsmethafa í grindar- hlaupunum. Það væri óneitanlega gam- an að sjá Guðrúnu reyna við löngu grindina og er ekki ólíklegt að það gæti orðið hennar sterkasta grein. Þórdís bætti sig í stuttu grindinni og náði mjög frambærilegum árangri þó hér sé ein- ungis um aukagrein að ræða hjá henni. Þuríður bætir sig í báðum grindahlaup- unum en hefur þó áreiðanlega ætlað að gera enn betur. Birgitta stendur fyrir sínu en þar fyrir utan er breiddin heldur lítil. Boðhlaup Árangur í boðhlaupunum var slakari en oftast áður og verður að teljast léleg- ur. Félögin sýna boðhlaupunum flest lít- inn áhuga og má segja að uppskeran sé eftir því. Hástökk Töluvert bakslag kom í þessa grein sem var langsterkasta kvennagreinin. Eins og undanfarin ár var Þórdís lang- sterkust en náði sér samt ekki á strik. Hún stökk l,85m um veturinn og virk- aði nijög sterk. Hún stökk síðan l,83m strax um vorið en átti síðan við erfið meiðsli að stríða mestan hluta sumars- ins. Þóra átti einnig erfitt ár og var þetta fyrsta árið sem hún bætir sig ekki. Spumingin er hvaða áhrif það hefur á á- huga hennar við æfingar. Maríanna er best af þeim yngri en oft hefur framtíðin verið bjartari í þessari grein. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.