Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1992, Side 30

Skinfaxi - 01.02.1992, Side 30
VERÐLAUNASAGAN Einu sinni var... Höfundur: Stefán Bogi Sveinsson, f. 9. október 1980 Einu sinni var kóngur í ríki sínu, hann hét Pelé og ríki hans var knatt- spymuvöllurinn. Og þegar hann ríkti þar voru háttvísi og riddaramennska í hávegum höfð, kóngurinn gaf gott for- dæmi og allir vildu vera eins og hann, þannig að allir urðu háttvísir. En Pelé var ekki alltaf kóngur, aðrir kóngar tóku við og þeir vom ekki allir jafn góðir og Pelé. Þeir beittu öllum ráðum til þess að halda völdum, þeir svindluðu, höfðu rangt við og stofnuðu til illinda. Ef þið skiljið ekki söguna skal ég útskýra. Þegar Pelé var upp á sitt besta hafði hann sem afburða íþróttamaður mikið vald yfir ungum íþróttamönnum. Og hann var góð fyrirmynd. En þegar aðrar fyrirmyndir tóku við voru þær ekki allar verðugar. Þær óðu uppi með rifrildi, áflog, beittu brögðum og ég veit ekki hvað og hvað. Og þeir juku keppnisskapið þannig að sigur varð númer eitt. Keppnisskap er gott í hófi, en of mikið af því getur skemmt íþrótt- irnar. Því þegar aðalatriðið er sigur fara menn að brjóta reglur og svindla og allir fara í fýlu vegna þess að aðeins einn sigrar. Þess vegna freistast sumir til þess að nota hormónalyf eða svo- kallaða stera, t.d. Ben Johnson og nokkrir ileiri. Enn aðrir eru með kjaft og leiðinda móral út í dómara og aðra keppnismenn og ungir íþróttamen herma eftir þeim. Útkoman verður ekki skemmtileg, oft er sem sigurinn skipti öllu ináli. Ef háttvísi væri í há- vegum höfð og keppnisskapið minnk- aði örlítið þá yrði sagan líklega svona: Einu sinni var kóngur í ríki sínu, hann hét Pelé. Hann var góður kóngur því hann var svo háttvís. Svo þegar hann hætti koinu aðrir kóngar og þeir mundu eftir Pelé og voru háttvísir. Allir gerðu eins og þeir og lifðu ham- ingjusamir til æviloka. Svona á þetta að vera og þetta gæti orðið svona ef við munum eftir kjörorðinu, háttvísi - höfum rétt við. J

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.