Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.02.1992, Blaðsíða 34
V I Ð T A L ákveðinn fjölda greina, en bæta ekki sí- fellt við. Það eru takmörk fyrir því hvað margar greinar félögin geta stundað. Ég álít t.d. að of margar sundgreinar séu á Landsmótunum, en það verður að vera jafnræði nrilli karla og kvenna, þ.e.a.s. að hafa jafnmargar greinar fyrir bæði kynin. Svo verðum við að gæta okkar á því að hafa ekki lágmörkin of ströng vegna þess að maður veit að marga ung- linga dreymir um að komast á Landsmót ungmennafélaganna. Þá kunna sumir að segja að litið verði á Landsmótin sem léleg sveitamót, en það er ekki það sem skiptir mestu máli, heldur það að við eigum fyrst og fremst að vera ánægð ef fjöldinn er með. í hlaupum á t.d. að hafa undanrásir, milliriðla og úrslitahlaup, en ekki láta klukkuna ráða. Með því móti getur fjöldinn verið með og þá er líka á- reiðanlegt að sá sem vinnur er best þjálfaður. Mér finnst það ekki keppikefli að hafa einhverjar erlendar stjömur á Rannsóknir á upp- hafi skógræktar- starfs ungmenna- félaga í janúar síðastliðnum var Bjöm B. Jónsson, fyrrvemdi formaður HSK, fenginn til að gera úttekt á skógrækt ungmennafélaga í landinu. Stefnt verð- ur að því að öll úttektarvinna fari fram sumarið 1992, en úrvinnsla gagna haustið og veturinn 1992-1993. Bjöm er þegar byrjaður að undirbúa verkefnið og hafa bréf verið póstlögð til félaga í því sambandi. Miðað við fystu athuganir Bjöms þá hafa sem næst 30 félög hafið skógrækt 1916 og um 1940 eru þau orðin um 70, en vitað er að fleiri hafa bæst í þennan hóp eftir það. Það má því ljóst vera að það krefst allmikillar vinnu að komast yfir úttektina á einu sumri. Aðalmarkmiðið með þessari úttekt er að fá heildarsýn yfir skógrækt í félögum UMFI og skrá merkan þátt í sögu ung- mennafélaganna. Allar upplýsingar um skógrækt ung- mennafélaga eru því vel þegnar og eru menn vinsamlegast beðnir að senda þær til þjónustumiðstöðvar UMFÍ, Öldugötu 14, 101 Reykjavík. 34 Landsmótunum, því þá verður unga fólkið okkar feimið. Það er fólkið sjálft sem keppir innbyrðis og verkar hvetj- andi hvert á annað, en ekki stjörnur utan úr heimi. Við eigum að taka inn sem flesta þætti úr starfi ungmennafélaganna, starfsíþróttir hafa gefið Landsmótunum mikið gildi og við eigum að leggja á- herslu á þær. Jurtagreiningin getur t.d. orðið til þess að fleiri ungmenni komi saman og fari út í náttúruna til þess að læra að þekkja jurtir og við eigum ekki að hlusta á þá sem gera grín að þessu. Stór þáttur og tákn mótanna er inn- gangan á mótssvæðið. Það er erfitt að æfa inngönguna, en það er hægt að segja fólki hvemig eigi að ganga, hvern- ig eigi að halda á merkinu og fánanum og hvernig eigi að bera sig. Það sem við þurfum að halda í er burðurinn á fánan- um og merkinu, og að fólk beri sig vel og með virðingu. Og eins að fólk sé í fé- lagsgöllum sínum og snyrtilegt og haldi röðinni. Uppsetningu á vellinum er hægt að breyta á ýmsa vegu. Þessi atburður má ekki verða of hversdagslegur og ég held að við megum alveg huga að breyt- ingum. Þar sem aðstaðan er góð mætti t.d. hugsa sér að að allar raðimar stað- næmdust þversum á brautunum fyrir framan áhorfendur og gengju síðan sam- síða fram eða að fánamenn og merkis- berar gengju sér í gegnum þvöguna. Ég er undrandi á því hvað inngangan hefur tekist vel í gegnum árin og hvað þetta hefur mælst vel fyrir. Hver maður þarf að eiga sína íþrótt, en það er ekki nauðsynlegt að hægt sé að stunda allar greinar á öllum stöðum og það þarf ekki að taka upp allar þær í- þróttagreinar sem komast í tísku, en ég er samt ekki á móti fjölgun íþrótta- greina,” sagði Þorsteinn Einarsson, fyrr- verandi íþróttafulltrúi ríkisins. Hann er enn að, fer í gönguferðir, skoðar náttúr- una og vinnur af kappi við íþróttarann- sóknir. Þrír jjóði r á v öxtunarkostir u. mtlMDRfíK fyrif þá sem vilja góða ávöxtun en vilja jafnframt ^ inummun^ geta gengið að sparifé sínu hvenær sem er. •S | nm/PPIPnni/ f^r,r sem v^ia binda sparifé sitf til ávöxtunar. UKI (juIoDUK Ávöxtun sparífjár á Öryggisbók veitir alltaf sama 1 öryggi og verdtrygging. Vt •>. RnUhinrl ^ mánaða reikningur fyrir þá sem vilja njóta * '\JU hagstæðustu ávöxtunarkjara hjá sparisjóðnum. Innstæða er undanþegin eignaskatti. Gagnkv&mt traust Þeir njóta trausts hjá sparisjóðnum sem ávaxta fé sitt á Trompbók, Oryggisbók eða Bakhjarli. Þeim opnast ýmsar leiðir hjá spari- sjóðnum til hagsbóta fyrir sig og sína. Komdu í sparisjóðinn Sparisjóður Mýrasýslu býður ekki einungis sömu jbjónustu og sömu kjör oq aðrar peningastofnanir í landinu, heldur nýtur jbú jbess að við þekkjum okkar heimafólk, þarfir jbess og aðstæður. Þess vegna er Sparisjóður Mýrasýslu jb/nn sparisjóður. íS SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU ■er þinn sparisjóður 7 i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.