Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 33
AMFETAMÍN: Neytand inn fær meiri orku, verður óvenjulega æstur og „hótt uppi". Það er algengt að KVENFÓLK noti amfetamín þar sem það minnkar matarlyst, lyfið getur valdið anorexíu Ytri einkenni eru víkkuð sjáöldur, minni svefn, útbrot, hár blóðþrýstingur og þunglyndi Amfetamín getur valdið DAUÐA ef of stór skammtur er tekinn. KÓKAÍN: Lyfið er örvandi, eykur skynhrif og veldur stundum OFSKYNJUNUM. Kókaín er vanabindandi og neyslu getur fylgt þunglyndi, svefnleysi og LYSTARLEYSI. Ytri einkenni eru víkkuð sjáöldur, skjálfti og sár í nösum. E-taflan: Lyfð er náskylt amfetamíni og flokkast því undir örvandi fíkniefni. E- taflan veldur hins vegar einnig OFSKYNJUNUM og dæmi eru um að neytendur fyrirfari sér eftir notkun töflunnar. Taflan getur valdið HEILASKEMMDUM, eitrunum og alvarlegum hjartsláttartruflunum sem leitt geta til dauða Ytri einkenni eru t.d. útvíkkuð sjáöldur, SVITAKÓF og svefnleysi. Kannabisefni: Marijuana og hass (oft kallað gras) eru efni sem slaka á LÍkama og valda tímabundinni vellíðunartilfinningu. Ytri einkenni eru rauð augu, ógleði og víkkuð sjáöldur. Langtímaáhrif eru ÓVISS. + Opíumefni: Morfin, herÓÍn og önnur efni lina sÁrsauka og valda tímabundinni vellíðan. Opiumefni eru VANABINDANDI. Ytri einkenni eru skapsveiflur, lystarleysi, þrútin augu, SVITAKÖST. Hætta er á dauða vegna of stórra skammta. Ofskynjunarefni (LSD): Áhrif eru óútreiknanleg og geta bæði verið ÓGNVEKJANDI eða þægilegar ofskynjanir. Ytri einkenni eru víkkuð sjáöldur, hegðunarbreytingar og OFKÆLING Hætta er á geðtruflunum. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Það er sama hvað við vöndum okkur í uppeldinu, við getum aldrei alveg tryggt það að okkar börn lendi ekki í einhverju misjöfnu, t.d. fíkniefnaneyslu. Þegar slíkt hendir reynir á hæfni foreldranna og tengslin við börnin. Þeir foreldrar sem eru þegar í góðu sambandi við börn sín og njóta virðingar þeirra eiga hægara um vik að taka á málunum en hin sem ekki hafa náð að varðveita góð tengsl. Þá getur það skipt sköpum fyrir barnið að hafa alist upp við góðar fyrirmyndir og aga. Þá er líklegra að þau kunni aðferðir til að takast á við mótlæti og kunni einnig að leita sér aðstoðar og nýta sér hana. Þá er mikilvægt að barnið hafi að einhverju því að hverfa sem er því einhvers virði. Reglan er sú að því færri brýr sem barnið hefur þegar brennt að baki sér, þeim mun meiri möguleika á það til að ná sér á strik aftur. Þau geta farið aftur i nám, eru læs og skrifandi, eiga góða vini og kunningja, stuðning heima og þau mæta skilningi. Hér stoða fordómar og ofstopi lítið. Mikilvægast af öllu er þó að barninu eða ungmenninu sé Ijóst að það verður að læra að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það getur enginn annar gert. Það er einungis unnt að veita stuðning og leiðsögn en viðkomandi verður að st/órna eigin hegðun og viðhorfum sjálfur. Sem betur fer er það svo að langflest börn þarf aðeins að ræða við einu sinni. Sé það gert af yfirvegun og þunga skilja börnin og iðrast. Sjálfsagt er að þau biðjist afsökunar hafi þau gert á hlut einhvers. Það hjálpar þeim að skilja afstöðu þolandans. Mikilvægt er að foreldrar falli ekki í þá gryfju með barninu eða unglingnum að finna afsakanir eða sökudólga annars staðar. (Lengi muna börnin) UMFÍ SkinfaxI/33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.