Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 5
Dagana 15. til 25. júní fóru 28 drengir í 8. og 9. flokki kórfuknattleiksdeildar Stjörnunnar til Bandaríkjanna. Ferðinni var heitið til Gettysburg í Pennsylvaniu ríki. Þar starfar maður að nafni Jim Dooley sem er mikill íslandsvinur og þjálfaði m.a. landslið Islands og meistaraflokk ÍR á árunum '82 til '83. Hann rekur þar körfuboltaskóla sem heitir "Rising Star Basketball Camp'. Æfingarnar stóðu frá kl. níu á morgnana til kl. eitt á daginn og voru þær bæði erfiðar og mjög vel skipulagðar. Það var ansi lítil spenna í 1. deild kvenna í knattspyrnu nú í sumar en eins og flestum er orðið kunnugt sigruðu Breiðabliksstúlkur í Mizouno-deildinni með miklum yfirburðum. Blikastelpurnar undir stjórn Vöndu Sigurgeirsdóttur unnu alla sína leiki í deildinni og fengu aðeins á sig þrjú mörk í allt sumar. Markadrottning deildarinnar var Asthildur Helgadóttir en fast á hæla henni kom Blikastúlkan Stojanka Nikolic en Asthildur skoraði einmitt þrennu í síðasta leik liðsins gegn Stjörnunni og fór því framúr Stojönku sem skoraði tvö mörk í þeim leik. Einhverjar breytingar verða á Breiðabliksliðinu fyrir næstu leiktíð en Vanda, Margrét Sigurðar og Margrét Ólafs verða ekki með. Þessi tíðindi ættu hins vegar ekki að hræða Kópavogsbúa því alltaf virðist koma maður í manns stað í þessu sterka liði sem tryggði sér bæði deild og bikar i sumar. Til hamingju, Blikastelpur. Vinnan er ekki búin að leik loknum. Valdimar Grímsson, sem nú hefur gengið til liðs við Stjörnuna í Garðabœ, gefur nokkrum aðdúendum eiginhandarúritun eftir leik i opna Reykjavíkurmótinu. Iþrótta "stúfar Anna María snýr heim Litlu munaði að kvennalið Breiðabliks i körfuknattleik yrði lagt niður. Sjö stelpur eru horfnar ú braut frú síðasta tímabili og Annu Maríu þjúlfara hefur nú snúið heim aftur. Breiðabliksstelpurnar œtla hins vegar að reyna að þrauka veturinn víst þykir að róðurinn verður ansi erfiður fyrir Kópavogsliðið. Sunna sigursœl Hlaupakonan Sunna Gestsdóttir var sigursœl ú meistaramóti Islands 15-22 úra sem fram fór í úgúst. Sunna sigraði í 100 og 200 metra hlaupum og 100 metra grindahlaupi. Dalvík í 2. deild Knattspyrnulið Dalvíkur gerði sér lítið fyrir og sigraði í 3. deildinni í knattspyrnu í sumar. Það fjölgar hins vegar ekki liðum að norðan í2. deildinni því Völsungur frú Húsavík féll í 3. deild eftir mikla rimmu við IR og Víking. Höttur í 4. deild Höttur frú Egilsstöðum varð að sœtta sig við það hlutskipti að falla í 4. deild en lítið hefur gengið hjú félaginu undanfarin ár. Lið Fjölnis náði hins vegar að bjarga sér frú falli í siðustu umferð með því að sigra lið HK 2-0 á heimavelli. Besti árangur Leiftursmanna Olafsfirðingar geta verið stoltir af „útlendingum " sinum ísumar en þetta litla bœjarfélag státar nú af þriðja besta liði landsins. Leiftursmenn höfðu einungis tapað fjórum leikjum í deildinni í sumar þegar Skinfaxi fór í prentun. Jón Arnar óánœgiur Jón Arnar Magnússon varð í 8. sœti á alþjóðlegu tugþrautarmóti í Frakklandi á dögunum. Jón Arnar sagði í samtali við DV að hann vœri mjög óánœgður með árangurinn. Jón Arnar sagðist meðal annars hafa verið eins og drulla í kringlukasthringnum. UMFÍ Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.