Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 14
HSH -----------▼----------- Frestaði brúðkaupinu fyrir starfið hjá SH Lilja Stefánsdóttir er framkvæmdastjóri HSH en hún tók við starfinu sl. sumar en þá hafði hún þegar gert ráð fyrir því að gifta sig. Það var hins vegar svo mikið að gera hjá sambandinu að tilvonandi eiginmaður hennar Eiríkur Gautsson mátti senda hringana aftur til gullsmiðsins því Lilja ákvað að fresta brúðkaupinu um a.m.k. eitt ár. Nú í október hefur Lilja fundið gat í stundatöflunni og ætlar að ganga í það heilaga. Blaðamaður Skinfaxa fór og ræddi við Lilju um starfið mikilvæga og brúðkaupið væntanlega. Hvað hefur verið að gerast hjá HSH í sumar? „Það er kannski það óhefðbundnasta sem við gerðum að velja úrvalshóp í frjálsum. Þetta er um 20 manna hópur sem undirbýr sig fyrir Landsmótið í Borgarnesi og má kannski líkja verkefninu við FRÍ2000 hópinn sem undirbýr sig fyrir Ólympíuleikana í Sydney. Til að kveikja áhugann hjá krökk- unum fengum við Gísla Sig. og Jón Arnar til að koma hingað í upphafi verkefnisins og þeir voru með okkur einn dag." Hvernig er aðstaðan hjá ykkur? „Það eru nýlegir grasvellur bæði í Ólafsvík og á Hellissandi en þar hefði þurft að hugsa betur um frjálsíþróttaaðstöðuna. Það er að vísu gryfja hérna og kasthringir en vantar hlaupabrautir. Ég held að krakkarnir myndu sýna enn meiri áhuga ef aðstaðan væri betri. Það er einnig verið að byggja upp nýja grasvelli í Stykkishólmi og Grundafirði sem verða væntanlega með góðum hlaupabrautum." Stendur til að laga þessa aðstöðu? „Ég er nú að vona það en það er nú reyndar einnmjög góður völlur hérna í Snæfellsbæ og það er völlurinn í Lísuhól. Það er langt fyrir okkur hér í Ólafsvík að fara að Lísuhól en maður getur alveg skilið það að bæjaryfirvöld bendi á þann völl þegar eitthvað er verið að kvarta." Nú eru þið með tvær litlar sundlaugar, er erfitt að starfrækja sunddeild? 14 Skiníaxi UMFÍ „Það er nú alveg ótrúlega mikill áhugi á sundinu ef tekið er mið af aðstæðum og við erum til dæmis nýbúin að halda mjög fjölmennt sundmót á undan- förnum vikum." Eruð þið ekki líka að fara af stað með forvarnar- verkefni? „Það er búið að samþykkja að fara í samstarf við héraðsnefnd með forvarnar- verkefni. Okkur fannst í fyrravetur svo margir vera að vinna í þessum málum að við ákváðum að fresta því tímabundið að fara af stað með eitthvað þar sem við vorum hrædd urn að kafna í „bólunni". Núna erum við hins vegar að velta því fyrir okkur hvernig er best að snúa sér í þessum málum og við bíðum líka eftir því hvað kernur út úr samstarfi ÍSÍ og UMFI varðandi forvamarmál. Við komum til með að fléttað okkar verkefni eitthvað í kringum það." Þegar þú talar um fíkniefni dettur manni óneitanlega í hug steranotkun íþróttamanna sem einnig er mikið vandamál. Nú var einn ungur strákur frá ykkur felldur á lyfjaprófi ekki alls fyrir löngu? „Já það er rétt. Það var hugmynd hjá okkur að taka herferð í lyfjamálum íþróttamanna inn í forvarnarverkefnið og reyna að sýna ungum íþróttamönnum að þetta er ekkert sem er neitt spennandi." Hvað heitir þessi strákur? „Benjamín Þorgrímsson. Það var mikið áfall að fá þessar Lilju finnst starfiö ekki fjölskylduvœnt og hún þarf oft að fá pössun fyrir syni sína tvo. fréttir og þá kannski sérstaklega þar sem hann var einn úr úrvalshópnum hjá okkur." Hvaða hegningu fékk hann? „Hann fer í tveggja ára bann hjá ÍSÍ og í fjögurra ára bann hjá FRÍ." Eitthvað jákvæðara. Ættir þú ekki að vera gift núna? „Já, það er mikið búið að gera grín að því hérna en það er verkefni haustsins og stjórnin er fús til að gefa mér frí í kringum þessa giftingu." Hvað sagði tilvonandi eiginmaður þegar þú tilkynntir honum að þú hefðir ekki tíma til að giftast honum? „Hann er ýmsu vanur og því kom þetta honurn kannski ekkert rosalega á óvart. Þetta starf er ekkert sérstaklega fjölskylduvænt, það eru miklar fundasetur og oft óreglulegur vinnutími. Þetta hefur bjargast þar sem við eigum góða að sem eru tilbúnir að taka við börnunum á ólíklegustu tímum og nánast fyrirvaralaust." Finnst þér þetta skemmtilegt starf? „Mér líkar mjög vel í þessu starfi og það á mjög vel við mig. Maður kynnist fólki alls staðar af landinu og það er alltaf eitthvað um að vera. Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að ég verð ekki í þessu starfi til frambúðar en ég hefði mikinn áhuga á að vera fram yfir Landsmótið í Borgarnesi."* UMFÍ Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.