Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 27
Blakstelpurnar í Þrótti Nes. gerðu sér lítið fyrir og urðu Islandsmeistarar í blaki síðasta vetur. Fremst í flokki fór Petrún Bj. Jónsdóttir sem eftir tímabilið var valin íþróttamaður ársins hjá UIA, en hvenær byrjaði hún að æfa blak? „Ég byrjaði ekki að æfa blakt að ráði fyrr en ég var orðin 25 ára en hafði aðeins kynnst íþróttinni þegar ég var í Iþróttakennaraskólanum á Laugavatni. Ég hafði samt verið mikið í öðrum íþróttum, handbolta, körfubolta og fótbolta og kom aðeins nálægt frjálsum íþróttum, aðallega spjótkasti og kúluvarpi. Nú og svo hef ég tekið þátt í einni kraftakeppni." Hverju þakkar þú þennan frábæra árangur ykkar á síðustu leiktíð? „Það er mjög margt sem spilaði inn í þennan góða árangur. Það sem skipti kannski mestu máli var þjálfunin sem var mjög góð og við æfðum oftar en gengur og gerist. Við byggðum æfingarnar mikið upp á þreki og komumst fljótlega í mjög gott líkamlegt form sem við höfum kannski ekki verið í áður." Attir þú von á þessu fyrir tímabilið? „Ég held að þrátt fyrir að við höfum einu sinni áður verið mjög nærri því að vera í toppbaráttunni hafi stefnan raunverulega aldrei fyrr verið set á toppsætið, kannski vegna þessa að við álitum það ekki raunhæfan möguleika. Við upphaf æfinga á síðasta vetri var stefnan hins vegar sett hátt og allt okkar æfingaprógram miðaðist við það. Það háði okkur í byrjun hversu sjaldan við spiluðum leiki og eigum enn litla möguleika á æfingaleikjum, vegna fjarlægðar frá öðrum keppnisliðum. Islandsmótið var þannig sett upp í fyrra að við vorum að leika á 4-6 vikna fresti og það er erfitt að halda dampi við svoleiðis aðstæður." Verður sama liðsheildin hjá ykkur í deildinni í vetur? „Nei, við missum tvo mjög sterka liðsmenn en við verðum að trúa að það komi maður i manns stað." Er stefnan þá ekki sett á titilinn aftur? „Jú, stefnan er sett hátt aftur og það hefur sitt að segja, með breyttum reglum, að báðir útlendingarnir geta leikið með okkur í vetur. Hins vegar er ljóst að það verður harka í deildinni. Onnur þeirra stelpna sem fóru frá okkur spilar með liði í Reykjavík í vetur, hin fór til Noregs og kemur ekki til með að verða í vegi okkar og svo fara þeir liðsmenn HK sem ætla að spila áfram í önnur lið og koma væntanlega til með að styrkja þau verulega." Nú er blakíþróttin mjög vinsæl út urn allan heim en nær sér ekki á strik hér á Islandi, hver er ástæðan fyrir þessu? „Má ég ; vera stórorð." Já. „Að hluta til má kenna mBm Blaksambandinu um. Að mínu mati er alltof lítið gert til að byggja íþróttina upp bæði af hálfu sambandsins og íþróttafélaganna. Blakið er mjög teknísk íþrótt og það þarf kannski, að öðrum greinum ólöstuðum, að byggja hana betur upp. Blakið er miklu skemmtilegri og áhugaverðari íþrótt en nokkru sinni sýnir sig í þátttöku hér á landi og til að gera átak í þessum efnum verður sambandið að vera virkara." Hvað væri hægt að gera til að auka vinsældirnar? „Allur heimurinn er orðinn opinn markaður, það sjáum við best á þátttöku erlendra leikmanna í hópíþróttum á Islandi. Það er mikið um að vera í íþróttum og fjölbreytnin meiri en nokkru sinni fyrr. Það leiðir til þess að samkeppni er um krakkana sem stunda íþróttir og ef þeir fá ekki tækifæri strax á unga aldri að kynnast blakinu er erfitt að ná þeim síðar. 1 sjálfu sér er ég ekki með neinar „patentlausnir" í hausnum, en það er ljóst að það þarf að gera stórátak í þessum málum, bæði af hálfu Blaksambandsins og íþróttafélaganna og byggja upp til framtíðar. Blaksambandið á að hafa forystuna og metnaðinn og íþróttafélögin koma svo á eftir. Astandið er alvarlegt og sýnir metnaðarleysi, þegar ekki er hægt að hald úti landsliði í greininni eins og sannaðist í sumar, þegar fara átti á smáþjóðaleikana." Nú varst þú valin íþróttamaður UIA á árinu, áttirðu von á því? „Nei ég átti ekki von á því. Það er svo gaman að geta tekið á móti svona titli og maður gerir það með allt öðru hugarfari í f hópíþrótt þar sem ég tel ». mig vera að taka á móti viðurkenningu fyrir allt liðið. Þetta var ofsalega ljúft." Hversu lengi eigum við eftir að sjá þig í blakinu? „Ég ætla að taka a.m.k. eitt til tvö ár í viðbót á þessum krafti, svo sér maður bara til. Hver veit nema maður snúi sér að Byrjaði að æfa blak 25 ára

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.