Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 31
Fyrir þann ungling sem nú er að lesa þessa grein, hvert á hann að snúa sér til að fá aðstoð? Þegar við erum búin að fá leyfi til að halda námskeið tökum við vanalega inn svona 35 manns en af því verður alltaf smá brottfall. Við fáum lista hjá vinnumiðluninni yfir alla þá sem eru á skrá hjá þeim og síðan sendum við þeim bréf. Það eina sem unglingurinn þarf að gera er að skrá sig hjá vinnumiðlun en eins og áður hefur komið fram koma aðeins þeir til greina sem hafa nógu háan bótarétt. Er þá ekkert í boði fyrir þá unglinga sem ekki hafa bótarétt? auðvitað æskilegt að unglingur geti fengið starfsnám á hinum frjálsa markaði þar sem unga fólkið gæti náð sér í færni og hugsanlega komist í vinnu í framhaldinu. Hvernig byggist undirbúningsnámskeiðið upp hjá ykkur? G uPPLÝSINGAMIÐSTÖð UNGfi Hitt HúVið Við höfum á síðustu árum verið með tillögur að úræðum fyrir þann hóp sem við náum ekki til en það hefur bara verið þannig ástand í þjóðfélaginu að það hefur ekki verið hægt að sinna þeim sem skyldi. Hjá hvaða fyrirtækjum enda umsækjendurnir? .ntlillfl Það er fyrst og fremst innan borgarkerfisins en síðan höfum við mátt skaffa áhugasamtökum og félögum eins og Ungmennafélagi Islands starfskraft í fimm mánuði. Við köllum þetta starfsnám í dag þar sem við viljum ekki líta á þetta sem eitthvað geymsluúrræði. j: Við reynum að fara yfir það með unglingnum hvaða áhugamál hann hefur og þá ef mögulegt er að koma honum í vinnu sem hentar honum best. Unglingurinn getur því fengið reynsluna og um leið séð hvort þetta sé eitthvað sem hann vill virkilega gera. Er ekki hægt að koma neinum fyrir hjá einkafyrirtækjum? Það hefur ekki verið gerður neinn samningur á hinum almenna vinnumarkaði um átaksverkefni, það er að segja á milli einkafyrirtæki og ungs fólks. Astæðan fyrir þessu er sú að það segir í lögum að það má ekki vera með átaksverkefni sem tekur vinnu frá semsagt hinum almenna starfsmanni. Hættan er auðvita sú að fyrirtæki myndu sjá sér hag í því að fá til sín starfskraft sem við myndum borga launin fyrir og þá um leið fækka um einn á launaskrá sinni. Það er líka mjög þungt mál að gera samning á milli hins opinbera og stéttarfélaganna. I framtíðinni er .«aR Q5 IPPLYSl Ég hef oft sagt í fáum orðum að námskeiðið að markmið námskeiðsins sé: Hver er ég? Hvaðan kem ég? Hvert til ég fara? Með öðrum orðum tengist þetta allt því að unga fólkið fái tækifæri á því að átta sig á því hvað það vili í lífinu, hvernig það er undirbúið fyrir það og hvaða leið er best að takmarkinu. Oft hafa þessir unglingar sem koma til okkar búið við atvinnuleysi í lengri eða skemmri tíma og margir eru búnir að missa trúna, bæði á sjálfan sig og á samfélagið. Það eru rosaleg skilaboð sem margir unglingar fá að það sé engin sem hefur áhuga á þeim og þau fá aldrei tækifæri til að vera þátttakendur í atvinnulífinu. Á neimskeiðinu reynum við því að byggja upp sjálfstraust unglingana aftur og gera þeim grein fyrir því að þau a möguleika og að það sé þörf fyrir i óvenjulegi en skemmtilegi bakgrunnur á tveimur síðum er unnin af Músarholunni er starfshópur um útgáfumál hjá Hinu Húsinu.) UMFÍ 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.