Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 41
síðan á eftir, þar með er málið leyst. Þetta er nú ekki svona einfalt eins og margir ungmennafélagar vita sem hreinsuðu fjörur landsins í fyrra í umhverfisátaki UMFÍ. Það er ekki hægt að saka sjómenn um allt ruslið sem rekur á fjörurnar en alltaf geta verið svartir sauðir innan um. Einstaka sinnum heyrir maður sögur um það að sjómenn hendi rusli í sjóinn. Hvernig myndu sömu ménn bregðast við ef ég færi að hreinsa rusl út úr bílnum mínum við íbúðarhús þeirra og henti því inná lóðina. Jarðgerum sorp A Hólmavík hafa orðið nokkrar breytingar á sorp- málum bæjarins. Búið er að loka sorphaugunum þar sem sorpið var brennt við opinn eld og engar girðingar voru í kringum haugana heldur fauk ruslið í hvassviðri á girðinguna við íþróttavöllinn eða til fjalls. Reykinn lagði yfir íþróttasvæðið öllum til ama þegar vindurinn blés þannig. Það er mikið ánægjuefni að búið er að loka þessum sorphaugum og vonandi er aðstaðan við sorphauga kauptúna landsins hvergi eins slæm og hún hefur verið á Hólmavík síðustu ár. Hólmvíkingar þurfa nú að flokka sorpið meira en tíðkast hefur hér um slóðir. Tekið er á móti flokkuðu sorpi á einum stað í bænum. Ætlast var til að fólk flokki timbur, málma, bylgjupappa, pappír, garðaúrgang, steinefni og spilliefni frá húsasorpinu. Húsasorpinu er safnað saman einu sinni í viku og flutt til Reykjavíkur í Sorpu. Tilraun um að jarðgera sorp hefur staðið yfir á Hólmavík í 2-3 ár. Smíðaðir voru kassar úr timbri og settir hjá fólki sem tók þá í þessu verkefni. Með því að halda matarleifum aðskildum frá öðru sorpi fæst gott efni til jarðgerðar, einnig er allur garðaúrgangur settur í kassana. Þessi tilraun hefur leitt í ljós að brýn nauðsyn er á að jarðgera það sorp sem hægt er að jarðgera. Það ættu flestir að jarðgera sorp. Það má benda á að það er kannski stílbrot að smíða kassa til að jarðgera sorp úf timbri sem fúavarið er með einhverjum eiturefnum. Það væri hægt að hafa þessa kassa úr timbri fúavörðu af náttúrunnar hendi, úr rekavið sem bændur nýta og vinna. Flestallir ungmenna- félagar um allt land eru mjög meðvitaðir um umhverfi sitt og náttúruna. Vonandi þurfum við ekki að hafa eins miklar áhyggju af rusli sem fýkur út um allt á komandi öld og getum farið að hugsa um önnur verkefni tengd umhverfisvernd eins og ræktun trjáa. Ungmennafélagar, höldum ætíð áfram að rækta lýð og land. ÞaS er líklega stór hákarl í sjónum sem gleypir allt ruslið og ropar síðan á eftir ‘Vd&amitt í Mynd Theodór Nýju íþróttamannvirkin séð frá skemmtilegu sjónarhorni. Skallagrímsvöllur, nýji 6 brauta frjálsíþróttavöllurinn og áhorfendasvæðin sem nýlega voru tekin í notkun í Borgarnesi. UMFÍ Skinfaxi 41

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.