Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 46
Kristján Kristjá Síðasta orðið -------------------- Iþróttaskóli I Miklar breytingar hafa orðið í skólamálum hér á landi hin síðustu ár. Þar ber helst að nefna yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga og þá markvissu vinnu skólayfirvalda að skólar verði einsetnir. Með einsetningu eru yngstu nemendurnir mun fyrr búnir á daginn, þannig að sums staðar hefur verið boðið upp á heilsdagsskóla þar sem nemendum gefst kostur á að taka þátt í fjölbreyttu tómstundastarfi eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Þarna er sóknarfæri fyrir okkur ungmennafélaga. Þann 1. september sl. tók til starfa nýr íþróttaskóli Völsungs á Húsavík. Þar er gerð tilraun með alhliða íþróttaþjálfun yngstu grunn- skólabarnanna en dregið úr sérhæfingu eftir greinum og keppnishörku. Með þessu vonast aðstandendur skólans eftir að börnin fái betra íþróttauppeldi og mun minna brottfall verði úr íþróttunum. Iþróttaskólinn er starfræktur í samvinnu við Borgarhólskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur og er felldur að stundatöflu barnanna í grunnskólanum. Stjórn Völsungs ákvað að stofna íþróttaskóla í kjölfar ákvörðunar urn einsetningu Borgarhólsskóla. Með þessu móti getur félagið byrjað starfsemi sína mun fyrr á daginn en áður, sérstaklega fyrir yngri nemendurna, og fækkað tímum síðdegis og um helgar. Má því segja að þarna sé á ferðinni fjölskylduvæn starfsemi. í íþróttaskóla Völsungs er börnunum ekki skipt upp milli íþróttagreina, heldur er öllum boðið upp á grunnþjálfun í hinum ýmsu greinum. Ahersla er lögð á alhliða líkams- og hreyfiþroska og félagslega gott umhverfi. Forstöðumaður skólans er Guðrún Kristinsdóttir íþróttakennari en hún hefur einnig starfrækt nokkurs konar hreyfiskóla fyrir yngstu börnin í samstarfi við leikskólann á Húsavík. Þá hefur Breiðablik í Kópavogi einnig starfrækt íþróttaskóla frá því 1994 fyrir börn á aldrinum 3-6 ára undir handleiðslu Antons Bjarnasonar íþróttakennara og er hann jafnframt skólastjóri. Um 100 börn hafa stundað nám við skólann yfir vetrartímann og eiga þau kost á að mæta tvisvar í viku. Foreldrar geta notað tækifærið og farið í aerobic eða tækin undir leiðsögn þjálfara meðan þeir bíða eftir börnum sínum. Þar sem börnin eru ung að aldri er ekki hægt að vera með svokallaða stöðvaþjálfun heldur hringþjálfun með fjölbreyttum hreyfingum. Þau klifra í rimlum, ganga, hlaupa og stökkva, eru stanslaust að allan tímann. Anton segir að mikil og holl hreyfing sé lykill að velferð barnsins og hreyfifærnina segir hann undirstöðu grunnskólaverunnar. Þegar börn hafa frá unga aldri alist upp við íþróttir þá halda þau áfram þeim lífsstíl. Það verður fróðlegt að fylgjast með starfsemi þessara íþróttaskóla og vil ég nota tækifærið hér og hvetja forsvarsmenn íþrótta- og ungmennafélaga svo og skólayfirvöld að kanna hvort þetta ekki einmitt það sem hentar í þeirra heimabyggð. Með ungmennafélogskveðju Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir UMFÍ Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.