Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 18
UMFÍ stiífar Arni Gautur í Stjörnuna Hin efnilegi markvörður Skagamanna, Arni Cautur Arason, hefur ákveðið að ganga til liðs við Ungmennafélagið Stjörnuna í Garðabœ. Arni mun fylla skarð Bjarna Sigurðssonar sem ákveðið hefur að leggja skána á hilluna. Aðalsteinn þjálfar Aðalsteinn Aðalsteinsson, fyrrum þjálfari Víkings, hefur verið ráðinn þjálfari hjá 3. deildarliði Sindra. Micic áfram Goran Micic hefur ákveðið að leika áfram með Ungmennafélaginu Stjörnunni ár Garðabœ. Goran lék ágœtlega í sumar en hefði mátt vera duglegri við að koma knettinum í netið. Árni Gautur sló í gegn Arni Gautur var svo sannarlega í stuði þegar íslenska landsliðið u-21 sigraði það írska í undankeppni HM á dögunum. Arni varðihvað eftir annað ár dauðafœrum Iranna og á lokam/nútum leiksins átti hann markvörsju á heimsmœlikvarða og tryggði Islendingum um leið bœði stigin. Engin fíkniefni Ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og ECAD (Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum) undirbúa nú 5 ára samstarfsverkefni með það að markmiði að koma í veg fyrir innflutning, dreifingu og neyslu ólöglegra fíkniefna á Islandi. Markmið verkefnisins er að Island verði án álöglegra fíkniefna árið 2002. (Borgarfréttir) —— T-------- Hvað veistu? Hversu vel fylgist þú með því sem er að gerast í íþróttaheiminum? Líttu yfir þessar sex spurningar sem hér fylgja á eftir og komstu að því hversu mikið þú í rauninni veist. 1. Hvaða lið varð íslandsmeistari kvenna í handknattleik síðasta vetur? 2. Hver var sterkasta kona íslands árið 1996? 3. Hver var markahæsti karlmaður Sjóvár-Almennra deildarinnar í sumar? 4. Hvaða lið sigraði í 3. deildinni í knattspyrnu í sumar? r 5. Islensk hlaupakona vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í sumar, hvað hét hún? 6. Með hvaða liði leikur Einar Gunnar Sigurðsson í Nissan- deildinni í handbolta? •n6ujp|3jn}jy •}iun 9 -JjUPpjeuJV unjgng -)|jA|ea -p -uosegea jngjei|)|!j| £ -Jjuppsfeip sjpuAjg ••£ *je)|ne}} *} uoaj Hver er kappinn? Hann lék á árum áður með Val en gerðist svo atvinnumaður hjá Tottenham. / dag leikur hann með Bolton í ensku 1. deildinni og er fyrirliði íslenska landsliðsins. Hmm. hver gœti það ná verið? 18 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.