Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 22
Stefnan að halda liðinu uppi á eigin mannskap Á meðan „stóru" liðin á Akureyri ná sér ekki á strik í knattspyrnu- heiminum hafa Dalvík og Leiftur haldið uppi heiðrinum undanfarið og nú vonast Dalvíkurmenn til að feta í fótspor nágranna sinna og byggja upp stórveldi í íslenskri knattspyrnu. Við fórum í heimsókn til Björns Friðþjófs- sonar, formanns knattspyrnu- deildar Dalvíkur, og ræddum við hann um framtíð liðsins. Björn er nú formaöur knattspyrnudeildar Dalvíkur en hann á 35 leiki og 7 mörk aö baki meö liöinu jtegar það lék í 3. deildinni. Nú komst Dalvík í fyrsta sinn upp í 2. deild í knattspyrnu en er liðjð.komið til að vera? „Það er alveg á mörkunum að'bæjar- félagið sé nógu stórt til að standa uirdir 2. deildar liði en við erum að teygja anga okkar hérna í kring og þá erum við komin með um 2000 manna bæjarfélag. Ef vel er haldið utan um knattspyrnuna í svona byggðarlagi þá tel ég að það sé hægt að halda liðinu í 2. deild á eigin mannskap." A eigin mannskap, segir þú, svo ætlunin er ekki að gera þetta eins og nágrannar ykkar á Olafsfirði? „Stefnan okkar er að kjarninn og uppi- staðan verði alltaf héðan og helst að leikmenn séu aldir upp í okkar bæjarfélagi." Er ekki erfitt að halda ungum strákum hérna á svæðinu þegar háskóli og annað kallar? „Það er erfitt en við reynum að gera þetta það aðlaðandi fyrir þá að þeir vilji koma heim og leika með sínu heimaliði. Þetta hefur gengið ágætlega hingað til og með því að koma liðinu upp í 2. deild hlýtur verkefnið að verða meira spennandi." Við gerðum í fyrra þriggja ára samning við bœjarfélag og við erum sáttir við þann samning þrátt fyrir að auðvitað vilji allir alltaf meira. Er aðstaðan góð hjá ykkur? „Já, við erum mjög sáttir við sumaraðstöðuna. Við erum með ágætis keppnisvöll, gott æfingasvæði og félags- aðstöðu sem við tókum í notkun í fyrra. Hins vegar vantar okkur hérna fyrir norðan orðið tilfinnanlega vetraraðstöðu hvort sem það yrði gervigras eða yfir- byggður völlur." Hvernig eru samskipti félagsins við bæjarfélagið? „Við gerðum í fyrra þriggja ára samning við bæjarfélag og við erum sáttir við þann samning þrátt fyrir að auðvitað vilji allir alltaf meira." Nú hefur áhugi bæjarbúa á knattspyrnunni á Olafsfirði kannski vakið hvað mesta athygli. Þar leggja bæjarbúar hluta launa sinna í rekstur deildarinnar, er eitthvað svipað í gangi hérna hjá ykkur? „Við erum nú ekki komnir eins langt og þeir í þessu en hins vegar erum við með mjög öflugan stuðningshóp sem tekur þátt í þessu með okkur. Við gerum okkur líka grein fyrir því að eftir því sem okkur gengur betur þeim meiri verður áhugi bæjarbúa."* 22 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.