Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 25
Við íslendingar getum ekki oft státað okkur af heimsmeisturum en Agnar Snorri Stefánsson er ein af undantekningunum. Agnar er mikill hestaáhugamaður og hann gerði sér lítið fyrir og tryggði sér titilinn heimsmeistari unglinga í hesta- íþróttum. En með allan þennan áhuga á hestum er þá ekki rétt að vita hvort maðurinn borði hrossakjöt? „Ég borða hrossakjöt en ekki hrossabjúgu og mér finnst hrossakjöt mjög gott." Hvernig fékkst þú áhuga á hestum? „Pabbi átti hesta og ég var alltaf með honum úti í hesthúsi. Þegar ég varð eldri kviknaði svo áhuginn á keppni og í framhaldi af því fór ég að fara á mót. Pabbi er líka keppnismaður og hefur keppt mikið hérna heima en hann hefur aldrei farið á mót erlendis." Nú eru hestaíþróttir kannski ekki vinsælasta íþróttin á íslandi hvað þátttakendafjölda varðar en er áhuginn mikill hérna á Dalvík? „Nei við erum bara tvö, þrjú sem stúndum þetta í dag en það voru miklu fleiri í þessu fyrir nokkrum árum." Æfið þið þá saman eða hvert fyrir sig? „Það er kannski aðeins fyrir Landsmót sem við æfum saman en annars æfum við bara hvert fyrir sig." Hvaða eiginleikum þarft þú að vera búinn til að verða heimsmeistari unglinga í hestaíþróttum? „Ég veit það nú ekki en þolinmæði skiptir miklu máli og svo verður maður að ná vel saman við hestinn. Ég held að þetta sé bara það sama og í öllum öðrum íþróttum þar sem æfingar skipta meginmáli. Ég hef verið heppinn með það að ná góðu sambandi við hesta en Agnar hefur þegar tryggt sér heimsmeistaratitH. auðvitað kemur það fyrir að maður lendir á lélegum hesti eins og reyndar gerðist á móti síðasta sumar." Þegar Islendingar fara á mót erlendis geta þeir ekki tekið hestana með sér, er þetta ekki ókostur? Okostur ai geta ekki faríð mei hestinn sinn á mót eríendis „Að sjálfsögðu er þetta ókostur þar sem maður fær mjög skamman tíma til að æfa sig á þeim hesti sem keppt er á. Síðast fékk ég til dæmis bara þrjár æfingar fyrir mót og það er erfitt að ná góðu sambandi við hestinn á svo skömmum tíma. En reglurnar eru mjög strangar þar sem maður má ekki einu sinni fara með hnakkinn sinn með sér út þar sem ekki er hægt að sótthreinsa leður." Hvernig undirbýrðu þig hérna heima fyrir mót erlendis? „Ég fer bara í útreiðartúr og spái í ásetuna en hún er 50% hjá krökkunum. Ég hef nú ekki notað myndbönd eða neitt til að hjálpa mér en pabbi aðstoðar mig mikið og segir mér hvað ég þarf að laga." En fyrir mót hérlendis, reynir þú þá að bindast einum ákveðnum hesti eða ertu með nokkra tilbúna? „Ég er aðallega búinn að vera með einn en samt er ég kominn með fleiri núna. Það er ekkert mál að skipta á milli hesta og sérstaklega ekki þegar maður þekkir þá alla vel. • UMFÍ Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.