Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 32
-segir tugþrautarkappinn Jón Arnar Magnússon Þaö er lítið um að vera í íþróttaheiminum hjá Jóni Arnari Magnús- syni þessa dagana en hann bíður eftir svörum frá íþróttahreyfingunni um það hvort styrkir fáist svo hann geti haldið áfram að einbeita sér að œfingum sínum. Jón Arnar er án efa einn af okkar albestu íþróttamönnum. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir fábœran árangur í tugþraut. Jón Arnar er fœddur á Selfossi og œfði flestallar íþróttir þegar hann var yngri. Það var ekki fyrr en árið 1992 að hann ákvað að snáa sér alfarið að tugþrautinni en fótbrot hœgði aðeins á ferðinni hjá kappanum sem í dag er hins vegar einn albesti tugþrautar- maður í heimi. Síðastliðið sumar var hápunktur ferils Jóns Arnars til þessa en þá tók hann þátt í Olympíuleikunum í Atlanta og var nokkuð ánœgður með árangurinn. „Ég er sáttur við árangurinn á leikunum og árangurinn var £ samræmi við það sem lagt var upp með. Það má alltaf segja að ég hafi getað gert betur í einhverjum greinum og þá kannski helst kringlukastinu og spjótinu en þegar á heildina er litið er ég sáttur." Eftir leikana hefur borið minna á Jóni Arnari og sá orðrómur verið á kreiki að hann sé hættur en Jón segir að það verði vonandi ekki raunin. „Ég hef tekið mér smá pásu núna en í dag er ég að bíða eftir svörum frá íþróttahreyfingunni um það hvort styrkir fáist svo ég geti haldið áfram að einblína á tugþrautina," sagði Jón Arnar og bætti við að forráðamenn í hreyfingunni væru búnir að gleyma íþróttafólkinu þar sem allt snerist um hver á að stjórna hverju og hver á á ráða. „Maður er orðinn þreyttur á að hlusta á þessar pælingar hjá Olympíusambandinu og ISI. Það er allt í lagi að vinna að þessum málum hægt og rólega en menn verða að muna eftir íþróttafólkinu og halda okkur við efnið." Eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt hefur sameining OÍ og ÍSÍ verið mikið í umræðunni og kannski fer allt of mikill tími hjá forráðamönnum samtakanna í vinnu við þessi mál. Undanfarin ár hefur Jón æft stíft og tekið miklum framförum þrátt fyrir að aðstaðan 32 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.