Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 36
Císli Einarsson leikur fjögur hlutverk í leikritinu. Sjálfstætt fólk Leikdeild Umf. Dagrenningar í Lundarreykjadal frumsýndi fyrir stuttu verkið „Sjálfstætt fólk" eftir Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta skipti sem áhugamannaleikfélag settur þetta verk upp og við hjá Skinfaxa litum inn á æfingu til þeirra fyrir stuttu og hittum þar fyrir Gísla Einarsson, einn af forsvarsmönnum leikdeildarinnar, en Gísli leikur einnig fjögur hlutverk í leikritinu. En hvenær var leikdeildin sto/nuð? „Það var fyrir tveimur árum síðan en þá var ákveðið að fara af stað með leikritið „Húrra krakki" en að því leikriti loknu var ákveðið að stofna leikdeild og þá fyrst og fremst til að fá inngöngu hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga." Nú eruð þið fyrsta áhugmannaleikfélagið sem setur upp leikritið „Sjálfstætt fólk" hefur undirbúningurinn ekki verið erfiður? „Það var kannski erfiðast að manna verkefnið. Það eru nú bara um 80 manns hérna í sveitinni og fjörutíu eru að vinna við verkefnið. Það eru margir sem eru að leggja á sig óhemju vinnu við þetta en um leið og þetta var ákveðið hafa allir verið mjög jákvæðir og virkilega lagt sig fram við þetta. Eg held að öllum þyki spennandi að takast á við verkefnið og við höfum heyrt að fólk í sveitunum hérna kring er líka mjög spennt að sjá hvernig okkur tekst til."* Jón Gíslason fer meö aöalhlutverkiö i leikritinu. Himnaríki í Reykjadal Leikdeild Ungmenna- félagsins Eflingar í Reykja- dal sýnir um þessar mundir leikritið „Himnaríki - geðklofinn gamanleikur" eftir Árna Ibsen. Leikstjóri er Arnór Benónýsson. Leikritið var upphaflega skrifað fyrir Hafnarfjarðar- leikhúsið Hermóð og Háðvöru og sett þar upp síðastliðinn vetur. Þar sló það í gegn, fékk frábæra dóma og var sýnt 85 sinnum. Leikritið „Himnaríki - geðklofinn gamanleikur" er í hæsta máta óvenjulegt verk að formi og uppsetningu. Það gerist í sumarbústað, þar sem þrjú ung pör koma saman snemma vors til helgardvalar. Þetta er rótlaust fólk sem er að reyna að finna sjálft sig og einhvern tilgang í lífinu. Við kynnumst vinunum þremur, Gauja, Tryggva og Begga, sem vilja sýnast „pottþéttir" en eru allir í hálfgerðum vandræðum með sjálfa sig. Gaui kemur með nýju vinkonuna sína, Anítu, sem fellur ekki inn í hópinn, enda er harla lítið gert til að svo verði. Hinar „vinkonurnar" tvær, Steinunn og Unnur, spila á eigin strengi og innan hópsins er alls konar sýndarmennska og tvöfeldni í gangi. Húmorinn er einnig á sínum stað. Uppsetningu leikritsins er þannig háttað að leiksviðið er á miðju gólfi sýningarsalar, en áhorfendasvæði eru tvö, sitt hvorum megin við það. Sviðinu er skipt með vegg sem á eru tvennar dyr. Leikritinu er skipt í tvo þætti, sem leiknir eru samtímis sitt hvorum megin við vegginn. Þeir eru leiknir tvisvar, það er fyrir hlé og eftir hlé, en í hléi skipta áhorfendur um sæti, þannig að þeir sem fylgdust með því sem gerðist „úti" fyrir hlé sjá það sem gerist „inni" eftir hlé og öfugt. Engu máli skiptir hvorn þáttinn áhorfendur sjá á undan. Þegar persóna fer út af sviðinu í öðrum þættinum kemur hún jafnskjótt inn á svið í hinum þættinum. Leikarinn fer því aldrei út af sviðinu heldur inn í annan þátt sama leikrits. Sex leikarar koma fram í sýningunni; Ingólfur Víðir Ingólfsson, Jóhanna Magnea Stefánsdóttir, Freydís Anna Arngrímsdóttir, Þorgerður Sigurgeirsdóttir, Sverrir Guðmundsson og Hörður Þór Benónýsson •. Snorri Sturluson leikdeild ungmennafélags Reykdœla hefur nú tekið upp samvinnu við Freyvangsleikhúsið en Reykdœlar sýndu nýverið söngleikinn um Snorra Sturluson fyrir Norðlendinga. / staðinn mun Freyvangsleikhúsið koma í heimsókn og sína verk sín fyrir Borgfirðinga. 36 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.