Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 40
Bubbi meö tvo diska Það er ekki einn heldur tveir diskar sem koma á markaðinn frá Bubba Morthens fyrir þessi jól. A öðrum disknum er Bubbi að reyna fyrir sér á nýjum markaði þar sem hann les Ijóð á disk en á hinum er hefðbundin tónlist. Todmobile aftur saman Hin vinsœla hljómsveit Todmobile hefur tekið saman aftur en að vísu er Eyþór Arnalds ekki með bandinu að þessu sinni og munar nú um minna. Todmobile er á tónleika- ferðalagi um landið og hefur verið tekið vel. Papar meö nvfa pTótu Irska þjóðlagalljómsveitin Papar gefur át sína aðra plötu fyrir jólin en strákarnir eru á fullu að kynna plötuna þessa dagana. Herbert vinsœll Diskóundrið Herbert Cuðmundsson hefur ákveðið að endurútgefa nokkur af Tógum sínum en hann sló í gegn fyrir um tíu árum með lagið „Can 't walk away ". Herbert hefur verið með tónleika á Hótel Islandi og í Casablanca þar sem fullt hefur verið út úr dyrum. Greifarnir hœtta Fyrir stuttu ákváðu Greifarnir að nóg vœri komið. Hljómsveitin sem tók aftur saman fyrir um það bil ári hélt lokatónleika á Hótel Islandi um miðjan nóvember og er skemmst frá því að segja að fullt var út úr húsi hjá þeim þrátt fyrir að söngvarinn Felix Bergsson hafi ekki látið sjá sig. Jólaútgáiur Maggi meðframhald Bókin hans Magnúsar Scheving um lata fólkið í Latabæ er líklega til á flestum heimilum landsins í dag. Þessi fyrsta bók Magnúsar varð svo vinsæl um síðustu jól að hann hefur gert framhald fyrir þessi jól. Magnús er önnum kafinn maður og vill reyna að rífa fólk með sér og hvaða leið er betri en að skrifa bók beint til unglinganna sem hvetur þá til að hreyfa sig? Latibær verður á fleiri stöðum en í bókahillunum fyrir jólin því nú standa yfir æfingar á leikritinu Latabæ í Loftkastalanum og hefjast sýningar innan skamms. • £% Emilíana semur sjálf Ef Emilíana kemur nálægt því er næsta víst að það fer á toppinn. Emilíana átti eina af söluhæstu plötum síðasta árs en þá sendi hún frá sér plötuna Croucie d'ou lá sem hreinlega seldist upp fyrir jólin. I sumar tók hún svo þátt í leikritinu Stone free, en i geisladiskur sem gefinn var út vegna söngleiksins hefur þegar selst í yfir 8000 eintökum. Nú fyrir jólin bætti Emilíana svo við einum disknum þar sem hún sendir í fyrsta skipti frá sér frumsamin lög. Emilíana kallar plötuna Merman en á henni eru einnig lög eftir þekkta erlenda tónlistarmenn og má þar nefna Stevie Wonder, Tom Waits og Melanie. Þess má geta að þegar þetta er skrifað var platan orðin söluhæsta jólaplatan á Islandi. •. Seif frá Palla Það er meira fjör hjá Páli Óskari um þessi jól en fyrir ári þegar hann fór á toppinn með ballöðuplötu sína. Palli sendir nú fyrir jólin frá sér plötuna Seif sem hann gefur jafnframt út sjálfur. Palli semur flest öll lögin sjálfur og um er að ræða fjöruga dansplötu sem unnin var að mestu í Bretlandi. Það verður gaman að fylgjast með því hvort íslenska þjóðin kunni að meta danstónlist Palla jafnvel og ballöður hans.* 40 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.