Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 48

Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 48
Síðasta orðið — T — Nú á seinni árum hafa víða í okkar þjóöfélagi blossað upp harðvítugar deilur át af ýmsum málum og reynst erfitt að leysa ár þeim hnátum sem deilur þessar hafa lent í. Það er Ijóst að þeir forustumenn þeirra aðila sem í slíkum deilum hafa staðið gera sér oft ekki grein fyrir að valdinu fylgir ábyrgð og að þeir sem forustumenn eiga og verða að hafa þann félagsþroska sem þarf ti! að leysa slík mál. Oft þarf ekki annað en betri undirbáning og/eða betri kynningu á því máli sem fjallað er um. Þó að forustumennirnir hafi vald til að framkvœma hlutina er sjaldnast besta leiðin að fara fram með málin of offorsi og knýja þau fram. Ungmennafélagshreyfingin hefur í gegnum árin lagt sveitastjórnum og landsstjórna til afbragðs félagsmálamenn og brýnt er að hán geri það áfram. Því ber okkur að auka hróður félagsmálaskóla UMFI og koma honum enn betur inn í starf félagsmanna. Við sem í ungmennafélagshreyfingu störfum vitum fyrir hvaða gildi við stöndum og höfum oft reynt að sveitarstjórnarmenn hafa ekki þekkingu eða skilning á því hvað okkar hlutverk er gott íþjóðfélaginu. Því eru ungmennafélagar hvattir til að frœða félaga sína vel og markvisst og beita sér óhikað fyrir því að þeir fari síðan inn á vettfang sveitastjórna og landsmála, hvar í flokki sem þeir standa, því með hinn sanna ungmennafélagsanda og þroska standa þeir betur að vígi en flestir aðrir. Kristján Yngvason gjaldkeri UMFÍ Armannsfell m [HBURVmSlRN HF

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.