Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 19
Alnæmi er einn ægilegasti sjúkdómur sem mannkynið hefur þurft að berjast gegn. Milljónir manna um allan heim eru sýktir af hinni ólæknanlegu HlV-veiru sem brýtur niður ónæmiskerfi líkamans á tiltölulega skömmum tíma. Margar kvikmyndastjörnur í Hollywood hafa eytt miklum tíma í aö safna peningum meö þá von um að lækning við Alnæmi sé á næstu grösum. Sharon Stone er orðin nokkurskonar talsmaður alnæmisvarna í Bandaríkjunum og hún hefur sínar eigin skoðanir á þessum málum. Nú hefur sá orðrómur verið á kreika að þú og Elizabeth Taylor sláist um að vera talsmenn fyrir alnæmisvörnum í Bandaríkjunum. Er eitthvaö til í þessu? „Ég ber mikla virðingu fyrir Elizabeth Taylor og ég lít miklu frekar á það þannig að ég sé að vinna að sama málefni og hún. Það getur ekki skaðað málstaðinn að tveir tali um hann.“ Þú hefur sagst ætla að safna um 532.000.000 fyrir alnæmissamtökin AmFAR á þremur árum. Hversu miklu hefur þú safnið hingaö til? „Við byrjuðum í október í fyrir rúmu ári og við höfum safnað um 170 milljónum á þeim tíma. Ég er mjög ánægð með hve vel almenningur hefur tekið okkur og hve hann er meðvitaður um þörfina á þessum peningum." Vann fjölskylda þín eitthvað að góögeröamálum þegar þú varst að alast upp? „Foreldrar mínir kenndu mér að þykja vænt um náunga minn og ég lít á þetta starf sem framhald af því sem þau kenndu mér.“ Vannst þú aö góðgerðarmálum þegar þú varst yngri? „Já, ég gerði dálítið af því.“ Er erfitt að vinna að góögerðamálum í Hollywood? „Það fer alveg eftir því hvert málefnið er.“ Halda stjörnunar kannski að það hjálpi þeim að fá hlutverk ef þau lána nafniö sitt í þágu góögeröamála? „Ég held að leikarar í Hollywood viti að það hjálpar góðgerðamálum ef þeir lána nafnið sitt. Sumir lána bara nafnið sitt en aðrir styrkja líka.“ Hvað geta aðdáendur þínir sem eru ekki moldríkar kvikmyndastjörnur gert til að styðja við málsstaðinn? „Gefið mér 100 krónur." Þú hélst ræöu fyrir sameinu þjóðirnar, hvaö sagðir þú þeim? „Ég sagði þeim að ég væri stolt en hrædd við að taka svona stórt málefni á mínar hendur. Ég sagðist vera hrædd við hversu lítið við í rauninni vitum um þennan sjúkdóm og frá 11 ára alnæmissmitaðri stelpu sem horfði í augun á mér og sagði mér frá lífinu eftir dauðan. Ég vil ekki að þetta verði sjúkdómur sem unga kynslóðin í dag þarf að hræðast þegar hún vex úr grasi.“ (Movieline) I SUMAR I EITTU BARNINU ÞÍNU FORSKOT í SKÓLANDM! TÖLVUSKOLIFYRIR11-16 ARA Fróðlegur og skemmtilegur Kennslan miðar að því að veita almenna tölvuþekkingu og koma nemendum af stað við að nýta tölvuna sér til gagns og gamans við ritgerðasmíð og ýmis konar verkefnagerð í skólanum. Farið er í fingrasetningu og vélritunaræfingar, Windows og stýrikerfi tölvunnar, ritvinnslu, teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni, leikjaforrit og uppbyggingu hins alþjóðlega Intemets. TÖLVUNAM FYRIR 6-10 ARA Skemmtilegt og gagnlegt Á námskeiðinu er lögð áhersla á: Windows giuggakerfið og ýmis notendaforrit sem tengjast þvi. Grunnatriði i forritunarmálinu Klick and play, en með því er auðvelt að búa til leiki i Windows. Litið á leikja- og kennsluforrít, þar á meðal forrit sem þjálfa rökhugsun. í námskeiðslok fá nemendur tölvuleiki og kennsluforrit á diskiingum sem veganesti frá Tölvuskóla Reykjavíkur, auk viðurkenningarskjals. Nauðsynlegt er að nemendur séu orðnir vel læsir. I FORRITUNARNAM FYRIR UNGLINGA 11-16 ára 24 klst. gagnlegt nám fyrir unglinga, vana tölvum, þar sem kennd verður forritun í Visual Basic. Útgáfa 2.0 fylgir með námskeiðinu. Farið er í grunnatriði forritunar og stefnt að því að nemendur geti sett saman einfalda leiki með hreyílmyndum og hljóði. í námskeiðslok fá nemendur afrit af leikjunum sem hópurinn smíðaði og 1 MB af forritunarkóðum sem nota má til frekari forritunar. Hringdu og fáðu sendan bækling Töívuskóli Reykjavíkur BORGARTÚNI 28. 105 REYKJAUÍK. slml 561 6699. fax 561 6696
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.