Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 47
Hvernig kviknaði áhugi þinn á sjónvarpi? „Ég veit það nú ekki. Ég held að hann hafi nú ekki kviknað alminnilega fyrr en eftir að ég byrjaði. Dagblöðin komu fyrst, ég var á Þjóðviljanum og svo á Mogganum en svo var mér boðin vinna hjá Sjónvarpinu árið 1991. Mér hafði alltaf fundist sjónvarpið stærst og því var það ákveðinn áfangi á leið minni upp á við. í sjónvarpinu eru tækifærin líka miklu meiri og það er hægt að gera miklu stærri hluti þar.“ Var ekkert erfitt aö venjast því aö standa fyrir framan myndavél? „Erfitt? Það var mjög erfitt og ef ég er alveg hreinskilinn þá voru fyrstu tveir mánuðirnir algjör martröð. Eg er mjög dimmraddaður og mér fannst ég allt of þungur og kannski grimmur. Á þessum tíma hugsaði ég oft að þetta væri nú ekkert fyrir mig og hugsaði oft aftur til dagblaðanna." En svo eftir aö þú vandist nýjum fjölmiðli fórstu aö ferðast á milli deilda þar innanhúss? „Já, ég var á íþróttadeildinni í tvö ár og svo á fréttastofunni í tvö ár og nú er ég að klára annað árið mitt í Dagsljósi. Ég fer svo á fréttastofuna í sumar og svo vonandi aftur í Dagsljós.“ Hvaö eruð þiö mörg sem vinnið aö Dagsljósi? „Við erum átta sem vinnum að beint að gerð þáttarins en svo eru auðvitað tæknimenn, Ijósamenn og aðrir sem sjá um að koma okkur í loftið. Mér finnst þetta mjög þægileg vinna og um leið og ég náði úr mér fyrsta hrolli þá hefur þetta verið mjög skemmtileg vinna. Ég finn ekki mikið fyrir stressi og finnst skemmtilegast aðföllu að vera í útsendingunni um kvöldið.“ Er ekkert erfitt aö vera alltaf upplagöur í útsendingu? „Nei, mér finnst það ekki. Það þarf auðvitað sérstakan karakter í þetta og ég held að ég sé bara svo heppinn að hafa hann. Ég er allavega mjög ánægður í þessu starfi og ég held að þetta henti mér ágætlega. Við erum alltaf með áhugavert fólk í viðtölum okkar og ég þarf aldrei að gera mér upp áhuga á því fólki sem ég tala við. Mér finnst gaman að hitta og kynnast nýju fólki og þess vegna held ég að starfið eigi sérstaklega vel við mig.“ Er erfitt aö finna efni í þessa fjóra þætti á viku? „Við höfum ákveðin standart á efninu og það kemur kannski stundum fyrir að við þurfum aðeins að lækka standartinn en það er alveg nóg um að vera hérna á íslandi. Það hjálpar líka að við erum átta sem vinnum að þættinum og það eru allir að grafa upp efni í sínu horni.“ Nú ert þú búinn aö vera í fimm ár í sjónvarpi og segist hafa gaman af. Ert þú kannski næsti Ómar Ragnarsson? „Ég held að allir hljóti að óska þess að hafa þá orku sem Ómar Ragnarsson hefur. Vinna í sjónvarpi er mjög óregluleg og mikið um vaktarvinnu svo maður veit ekki hversu lengi maður endist í þessu. í dag hef ég mjög gaman að þessu og svo lengi sem mér líður þannig sé ég mig ekki fara héðan.“ Hvaö er þaö neyðarlegasta sem hefur komið fyrir þig í útsendingu? „Vá, það er svo margt en tvennt er sérstaklega minnistætt og bæði skiptin var ég að vinna á fréttastofunni. í fyrra skiptið átti í ég að fara í útsendingu í fréttaskeytinu sem var þá klukkan fimm á daginn. Ég var ekkert orðinn vanur því að fara í útsendingu á þessum tíma og einn daginn gleymdi ég mér alveg. Ég hljóp inn í smink og svo tuttugu og fimm sekúndur í hleyp ég af stað upp tröppurnar og skelli mér í stólinn. En eftir þennan stutta sprett náði ég varla andanum og þegar ég átti að fara að lesa kom ég ekki upp neinu einasta orði. í hitt skiptið var ég líka í fréttaskeytinu en þá var ég að lesa skeytið þegar Helgi Már ákvað að skríða fyrir aftan myndavélina og sat svo einhvernveginn fastur þar. Ég byrjaði auðvitað að hlæja og þegar maður byrjar að hlæja í útsendingu er oft erfitt að hætta því. Það var alla vega eins gott að við vorum ekki með neinar fréttir af slysum eða neinu alvarlegra." Ef viö snúum okkur aö allt ööru. Ferð þú mikið út að skemmta þér? „Nei, ég geri ekki mikið af því en það er helst þegar eitthvað sérstakt er að gerast hjá fjölskyldunni eða vinahópnum." Fórstu mikið út á lífið sem unglingur? „Ég var mikið í íþróttunum og liðið sem ég var í var kannski aldrei það gott að við tækjum íþróttirnar nægilega alvarlega. Hópurinn var mjög samrýndur utan æfinganna og við fórum mikið út að skemmta okkur og drukkum kannski of mikið.“ Nú ert þú fjölmiölamaöur og hefur fylgst meö þeirri umræöu sem verið hefur um vímuefnanotkun ungs fólks í dag. Heldur þú aö unglingar í dag nota vímuefni í meiri mæli en unglingar fyrir kannski tíu árum? „Nei, ég held að neyslan sé kannski ekkert mikið meiri. Ég held að það séu aðallega fréttirnar sem hafa breyst. Ég man til dæmis eftir skólaböllum þar sem einhverjir einn eða tveir voru lamdir og fóru á spítala jafnvel með beinbrot. í þá daga var ekkert fjallað um það en í dag yrði það líklega ein af aðalfréttum kvöldsins. En það sem hefur kannski líka breyst er að nú eru unglingarnir í miklu sterkari efnum heldur en unglingar voru þegar ég var að alast upp. í þá daga var engin e-tafla og undantekning að einhver væri á spítti en í dag virðist vera allt of mikið um þessi efni.“ Er eitthvaö hægt aö gera til aö stemma stigu viö þessari þróun? „Ég held að það þurfi að leyfa unglingum umgangast vín og ekki gera áfengi að bannvöru. Léttvín og bjór er eitthvað sem ungt fólk ætti að byrja á að drekka, ef það ætlar að byrja á annað borð. Hérna á íslandi byrja krakkarnir hins vegar á sterkum landa eða hættulegri efnum. Ég held að það væri gott ef ungt fólk mundi læra að umgangast vín og læra að fara með það. Ég er viss um að þá yrðu vandamálinn færri.“ Þú vilt semsagt ekki að áfengi sé eins mikil bannvara og hún er í dag? „Ég tel bara að við verðum að horfa raunhæft á málin. Við lifum í samfélagi þar sem áfengi er til staðar og eins og allt annað í þessu samfélagi verðum við að læra að lifa með því. Ég held að svona slagorð eins og „Eiturlyfjalaust ísland árið 2000“ sé algjört kjaftæði. Af hverju ekki að vera raunhæf og nota peningana í einhvað forvarnastarf sem er aðeins nær veruleikanum sem við lifum í.“ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.