Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 53

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 53
Hvenær var athvarfið opnað? „Húsið var opnað 14. desember 1985 og við vorum því ellefu ára í fyrra. Reykjavíkurborg á húsið, góð staðsetning. Yfirleitt alltaf einhver, minna á sumrin. 172 komur í fyrra 130 einstaklingar - Krakkar úti á landi koma líka. Er alltaf einhver starfsmaður til staöar hjá ykkur? „Það er opið allan sólahringinn allan ársins hring og annað væri ekki hægt. Það eru alltaf einhverjir gestir hjá okkur til dæmis yfir jól og áramót og sumir koma jafnvel sérstaklega til að eyða jólunum með okkur. Það eru þá helst þeir sem myndu annars þurfa að eyða þeim einir.“ Er mikið um unglinga hér á landi sem eigi sér hvergi samastað? „Ég vil nú ekki segja að það sé mikið um það en það er alltaf eitthvað. Það virðist hins vegar vera að aukast og árið í fyrra var metár hjá okkur hvað varðar gistinætur.“ Eru þessir krakkar sem leita til ykkar þá alveg búnir að slíta sambandi við foreldra sína eða koma þeir til ykkar eftir rifrildi og annað þessháttar? „Það má skipta þessum unglingum upp í nokkra hópa. Það eru krakkar sem hafa ákveðið að fara að heiman útaf einhverjum illdeilum sem þau hafa átt við foreldra sína og sumir búa hreinlega bara við óbærilegt ástand heima fyrir. Aðrir eru hreinlega reknir að heiman og svo eru krakkar sem eru einstæðingar og eiga hreinlega engan að. Að lokum eru krakkar sem eru komnir í mikla neyslu og búin að brjóta á öllum í kringum sig og enginn vill taka á móti þeim lengur." Er húsið opið öllum? „Húsið er fyrir unglinga átján ára og yngri en það hafa nú verið gerðar undantekningar á því.“ Starfsmenn athvarfsins eru þeir allir menntaðir til að vinna með unglingum? „Það eru sjö aðilar sem starfa í húsinu og við erum öll með blöndu af góðri menntun og mikilli reynslu." Hvernig vinnið þið með þeim foreldrum sem vilja enn hafa samband viö krakkana sína? „Við förum að lögum og ef krakkarnir eru yngri en 16 ára ber okkur að tilkynna foreldrunum með einum eða öðrum hætti að krakkinn þeirra sé hjá okkur. Ef þau eru eldri en sextán ára ber okkur ekki skylda að láta foreldrana vita en við förum samt fram á það þeir láti foreldra sína vita. Við hringjum hins vegar alltaf í lögregluna og látum vita svo ekki fari af stað leit að einhverjum sem staddur er hjá okkur. Að sjálfsögðu hefur það komið upp að foreldrar hafa verið ósáttir við veru barns síns hjá okkur en það hefur aldrei verið neitt sérstaklega alvarlegt. Við fáum foreldra hingað í heimsókn, við reynum að funda með þeim og krökkunum til að koma á sáttum því við viljum auðvitað finna lausn á öllum þeim vandamálum sem hægt er að leysa.“ Hvað getur einstaklingur verið lengi hjá ykkur? „Það eru engin takmörk fyrir því. Ein af grunnreglunum í starfi okkar er að einstaklingurinn sé að gera eitthvað í sínum málum til að gera sitt líf betra.“ Nú hljóta að vera einhverjar húsreglur hjá ykkur um notkun áfengis og annara vímuefna? „Meginreglan er sú að hjá okkur er enginn undir áhrifum áfengis eða í annarri neyslu. Það leita mikið til okkar krakkar sem eru í mikilli neyslu og að sjálfsögðu skarast þetta alltaf eitthvað. Það hefur líka gerst að við höfum tekið við krökkum sem eru undir áhrifum en þá hefur það bara verið vegna þess að við höfum ekki getað vísað þeim á dyr vegna veðurs eða ástands þeirra. Þá koma þau inn og fá að sofa en verða svo að fara strax næsta dag ef þau hafa ekki neinn áhuga á að bæta ráð sitt. En við leggjum alltaf mikla áherslu á það að þau eru alltaf velkomin aftur þegar þau þurfa á okkur að halda.“ En eru krakkarnir frjálsir ferða sinna á meðan þau eru hjá ykkur? „Þau geta komið og farið að vild. Við erum hins vegar með útivistartíma á kvöldin og ef unglingur er yngri en sextán ára fylgjum við bara lögum sem segja að þeir verða að koma heim klukkan tíu. Þeir sem eru eldri en 16 ára verða að vera komin heim fyrir hálftólf á kvöldin og klukkan tvö um helgar.“ M Almenn skyndihjálp Námskeiðið er opið öllum 15 ára og eldri. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Fjallað er um grundvallarreglur í skyndihjálp; endurlífgun, meðvitundarleysi, lost blæðingu, sár, beinbrot, brunasár, rafmagnsslys, kal, ofkælingu, ofhitun, bráða sjúkdóma, aðskotahluti í hálsi, sálræna skyndihjálp, umbúðir og flutning slasaðra. Grunnnámskeiðið er lágmark 16 kennslustundir. M Slys á börnum Námskeiðið er öllum opið. Vakin er athygli á þeim slysum sem algengast er að börn lendi í og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvernig megi hugsanlega koma í veg fyrir slík slys. Námskeiðið er 8 kennslustundir. (Námskeiðin stytta biðtíma atvinnulausra) Einnig: ^ Móttaka þyrlu á slysstað ^ Sálræn skyndihjálp I + Starfslok + Námskeið fyrir nýbúa á íslandi ^ Námskeið fyrir barnfóstrur A Upprifjunarnámskeið í skyndihjálp + Skráning á námskeiðin er hjá Rauða kross deildum eða hjá aðalskrifstofu RKI í síma: 562 6722 RAUÐI KROSS ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.