Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 60

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 60
...svo eru því miður einstakl- ingar sem telja að eina leiðin til að sigrast á vanda- málinu sé að fyrirfara sér. unglingadeild Félagsmálastofnunar Dauðinn ei endanlegu „Það hefur verið virkilega mikii umræða um unglingamál í fjölmiðlum á undanförnum misserum. Þessi umræða hefur yfirleitt verið neikvæð gagnvart unglingum og hefur alls ekki gefið rétta mynd af þeim unglingum sem hér búa. Það er aðeins lítill hópur sem er í vandræðum en flest ungmenni hafa aldrei lent í vandræðum og eru krakkar sem við getum verið stolt af,“ segir Ólafur Árnason meðal annars í opinskáu viðtali um helstu vandamál unglinga á íslandi í dag. Hve margir islenskir unglingar á aldrinum 15-24 ára fyrirfara sér árlega? Þessi tala sveiflast alltaf milli ára og þessvegna er eðlilegra að skoða þessa tölu yfir nokkurra ára tímabil. Karlar fyrirfara sér oftar en konur, en konur gera oftar tilraun til sjálfsvígs en karlar. Skýringin á því liggur að hluta til í þeim ólfku aðferðum sem kynin nota til að fyrirfara sér. Tölur frá Hagstofunni segja að á árunum 1990-1994 hafi alls 106 karlar á aldrinum 15-24 látist. Þar af fyrirfóru 37 sér, 51 fórust af slysförum og 18 vegna sjúkdóma. Á sama tíma létust alls 24 konur á aldrinum 15-24 ára. Þrjár fyrirfóru sér, 10 létust vegna slysa og 11 vegna sjúkdóma. Það voru því alls 40 einstaklingar á aldrinum 15-24 ára sem fyrirfóru sér og jafngildir það 8 einstaklingum á ári ef við notum einfalda reikningsaðferð. Þetta eru því 40 einstaklingar sem í dag gætu verið að láta drauma sína rætast en ákváðu þess í stað að klippa á alla drauma. Er þessi tala á upp- eða niðurleið? Svo virðist sem þessi tala hafi verið á rólegri uppleið ef skoðaðar eru tölur allt aftur til 1950. En þetta er samt mjög sveiflukennt, misjafnt milli ára og ekki eins mikil aukning og almenningur vill af vera að láta. Það virðist t.d vera að tíðni sjálfsvíga á íslandi sé lægri á þessum áratug en hún var á síðasta áratug en hinsvegar er einna mesta aukningin meðal karla á aldrinum 15-24 ára. Ekki er hægt að skýra það á einhvern einfaldan máta hversvegna það er mest aukning meðal karla á þessum aldri. Hverjar eru helstu ástæöur þess að ungmenni fyrirfara sér eða reyna það? Það er engin ein skýring á því. Þetta er sambland af sálrænum, félagslegum og líkamlegum þáttum. Hinsvegar eru nokkrir áhættuþættir sem tengja má við sjálfsvíg. Misnotkun áfengis og vímuefna hjá ungu fólki er stór og mikill áhættuþáttur. Þeir einstaklingar sem eru í neyslu eru mun líklegri til að fyrirfara sér en önnur ungmenni. Þunglyndi er einnig stór áhættuþáttur og ef ungmenni ná litlum tengslum við foreldra eða jafnaldra þá gefur það auga leið að þau hafa ekki eins góðan stuðning ef eithhvað bjátar á. Oft eru sjálfsvígstilraunir einfaldlega hróp á hjálp því að aðrar leiðir hafa ekki skilað árangri eða einstaklingurinn ekki getað sótt hjálp. Þá er mikilvægt að bregðast rétt við og leita til fagfólks. Oft reyna aðstandendur að fela þetta og finnst það jafnvel vera skömm fyrir fjölskylduna að einhver reyni sjálfsmorð. Svo leitið hjálpar, þið mynduð án efa gera það ef sami einstaklingur brákaði á sér höndina. Hver eru helstu vandamál ungmenna á íslandi í dag? Ætli stærstu vandamál íslenskra ungmenna sé ekki hve mikið af freistingum þau hafa fyrir framan sig alla daga, freistingum sem þau eiga efitt með að greina hvort eru góðar eða slæmar. Það vilja auðvitað allir fitta inn en oft getur verið erfitt að gera sér grein fyrir því hvaða leið sé best að velja. Islensk ungmenni í dag eru nefnilega ofsalega skemmtileg, opin og klár. Þau eru hinsvegar upp til hópa mjög áhrifagjörn, eiga oft erfitt með að hlíta aga og þegar þeim er sagt fyrir verkum. Sumum finnst reglur einfaldlega vera settar til þess að brjóta þær. Þetta leiðir oft til þes að þau taka rangar ákvarðanir vegna fljótfærni og hugsunarleysis. Það skiptir miklu máli á þessum aldri að passa í einhvern hóp og því miður þá fara ungmenni oft út í hættulegar brautir til þess eins að ganga í augun á einhverjum sem er “inn" í dag og komast í sama félagskap og þau. Er þaö staöreynd að umtal um sjálfsvíg auki tíönina? Ekki vil ég segja að það sé staðreynd en hinsvegar hafa tölur bent til þess að tímabundin aukning hafi orðið á sjálfsvígum þegar almenn umræða hefur myndast um efnið. Hinsvegar ætti fólk ekki að óttast það að tala um sjálfsvíg við vin eða kunningja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.