Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 61

Skinfaxi - 01.02.1997, Blaðsíða 61
sem þið óttist að sé í sjalfsvígshugleiðingum, eða kemur til ykkar af eigin frumkvæði. Oft virðist vera að fólk haldi að ef ekki sé rætt um vandamálið þá hverfi það bara. Einnig vil ég leggja mikla áherslu á i það að einstaklingar leiti til fagfólks þegar erfiðleikar steðja að. Við íslendingar virðust nefnilega vera enn á Víkingatímanum þegar rætt er um andlega heilsu.þ.e.a.s. það er ríkt í okkur að segja “hva hresstu þig bara við” eða “fáum okkur bara í glas um helgina og þá lagast þetta allt”. Það gerir engin vini sínum greiða með svona úrræðum. Eru einnhver merki sem fólk ætti aö líta eftir ef þaö óttast aö einhver nákomin sé í sjálfsvígs- hugleiöingum? Já það er ýmislegt sem fólk getur verið vakandi fyrir. T.d það að vera í neyslu. Það er sama hvað hver segir það er aldrei töff að vera i neyslu. Oft virðist ungmennum nefnilega finnast það flott að geta drukkið mikið eða prófað einhver efni. En neysla hefur aldrei gert nokkrum einstakling gott og mun aldrei gera. Önnur atriði eins og ef fólk hættir að mæta í skóla eða einkunnir falla gefur til kynna að eitthvað sé ekki í lagi. Einnig ef einstaklingar hætta að stunda íþróttir, draga sig út úr þeim áhugamálum sem þau tóku þátt f, vonleysi, mikil þreyta, skapsveiflur, kvíði og spenna. Einnig eiga einstaklingar það til að fara að vanrækja 'útlit sitt, svefnvenjur breytast, áhugaleysi um eigur, fer jafnvel að gefa þær og áhættusöm kynferðishegðun. Ef þið óttist það að einhver ykkur nákominn sé í sjálfsvígshugleiðingum þá spyrjið viðkomandi að því. Að tala um sjálfsvíg verður ekki til þess aðviðkomandi fyrirfari sér. Hinsvegar er líklegt að einstaklingurinn hafi verið að gefa til kynna með breyttri hegðun að hann þurfi hjálp, að eitthvað bjáti á. Gerið samt aldrei lítið úr því ef einhver hótar að fyrirfara sér. Gefið ykkur tíma og ræðið málin,oft er það uóg en best væri að koma viðkomandi í hendurnar á fagaðila. Hvað eiga þau ungmenni sem eru 1 sjálfsvígshugleiðingum aö gera? Fyrst af öllu að leita eftir hjálp. Þó svo að allt virðist vonlaust í dag þá er staðreyndin sú að ekkert vandamál er svo stórt að eina lausnin sé sjálfsvíg. Oft eru erfiðleikarnir mjög raunverulegir eins °9 t.d. kynferðisleg misnotkun, ástvinamissir o.fl. en það er hægt að vinna sig út úr vandamálunum. Dauðinn er endanlegur.og þá meina ég ALLT BÚIÐ! og oft er eins og ungmenni geri sér ekki fullkomlega grein fyrir því. Það er nefnilega mikill munur á því “að vilja ekki lifa” og “að deyja”. Það geta komið upp aðstæður sem einstaklingur treystir sér ekki til að takast á við ,og vill þessvegna flýja vandamálið. það kemur fyrir alla einhverntíma á lífsleiðinni. Þá heyrist oft “ég vil ekki lifa lengur”. En að flýja vandamálið með því að fyrirfara sér er vonlaus lausn og reyndar er ekki rétt að kalla það lausn því það leysir engin vandamál. Það hefur verið virkilega mikil umræða um unglingamál í fjölmiðlum á undanförnum misserum. Þessi umræða hefur yfirleitt verið neikvæð gagnvart unglingum og hefur alls ekki gefið rétta mynd af þeim unglingum sem hér búa. Það er aðeins lítill hópur sem er í vandræðum en flest ungmenni hafa aldrei lent í vandræðum og eru krakkar sem við getum verið stolt af. Hinsvegar ber að hafa áhyggjur af þessum litla einangraða hóp sem er í neyslu og lendir í alls konar vandræðum. Stundum eru heimilisaðstæður þessara ungmenna ekki þær bestu sem á verður kosið en oft hafa þessi ungmenni hinsvegar valið slæmar leiðir og mála sig þannig útí horn. Oft kvarta ungmenni yfir því að þeim séu settar of margar reglur en staðreyndin er sú að það er sama á hvaða aldri einstakllingurinn er, það eru alltaf einhverjar reglur. Ég trúi því samt að við höfum alltaf val í lífinu. Við lifum í þjóðfélagi og þessvegna eru fullt af reglum sem fara þarf eftir en við höfum margar leiðir til að bregðast við þeim reglum sem settar eru. Það geta komið upp erfiðar aðstæður en það er alltaf val um hvernig þú vilt bregðast við erfiðleikunum. Flest ungmenni takast á við vandamálin á heilbrigðan hátt en sumir velja þá leið að fara í neyslu, aðrir hlaupa að heiman og svo eru því miður einstaklingar sem telja að eina leiðin til að sigrast á vandamálinu sé að fyrirfara sér. Það var þeirra val en án efa vitlausasta ákvörðun sem hægt var að taka í stöðunni. Ef vel er leitað þá er alltaf Ijóstýra í myrkrinu og eini aðilinn sem getur slökkt þessa Ijóstýru ert þú sjálfur. Ef þú ákveður að slökkva ekki þá kemstu að lokum úr myrkrinu. Það getur verið erfitt og alveg virkilega sársaukafullt en þú getur alltaf sigrað að lokum. Þú einn berð ábyrgð á því hvort þú takir eigið líf, þú og enginn annar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.