Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1997, Blaðsíða 6
Skoðum tiejmjim í proflestr í hættir okkur til að ferðast í huganum, oft til fjarlægra landa. Strax að profunum loknum gefst síðan tækifæri til að ferðast í raun og há eru möguleikarnir oþrjotandi. Texti: Anna María Bogadóttir Mynd: Úr einkasafni Anna Björg Jónsdóttír Anna Björg Jónsdóttir læknafræðanemi verðlaunaði sjálfa sig eftir að hafa náð prófunum á fyrsta ári í læknsfræði og fór í tveggja vikna grfskt eyjahopp. „Húsin voru jafnhvít og á póstkortunum en ég trúði því ekki fyrr en ég sá þau.“ Önnu hafði lengi dreymt um að fara til Aþenu, „ætli áhuginn hafi ekki vaknað þegar maður las um Grikkina til forna og stríðin milli Aþeninga og Spartverja." Þegar hún ákvað að fara til Grikklands komst enginn af vinum hennar með henni. Hún afréð því að fara skipulagða hópferð sem hún hafði fundið upplýsingar um á Ferðaskirfstofu stúdenta. „Þrátt fyrir að þetta væri hópferð var maður mjög frjáls og gat gert það sem maður vildi.“ Hún var eini íslendingurinn í hópnum en hinir komu víðs vegar að úr heiminum. Kostirnir við hópferðir eru að félagsskapurinn er tryggður. Skipulagning, öryggi og aðgengi að upplýsingum eru einnig mun greiðari. „Fararstjórinn var mjög liðlegur að gefa ábendingar um ýmsa áhugaverða staði.” Anna segist hafa farið í flestar þær ferðir sem boðið var upp á og lært og séð heilmikið. Henni fannst andrúmsloftið á Grikklandi vera mjög afslappað, eins og að tíminn gengi mun hægar en hér heima. „Maður þurfti iðulega að gera ráð fyrir þremur til fjórum tímum í kvöldmatinn - og maturinn var góður.“ Þrátt fyrir að mikil þægindi og öryggi felist í skipulögðum hópferðum segist Anna ekki ráðleggja fólki að fara í hópferðir nema það sé eitt. „Það er svo auðvelt að skipuleggja ferðina sjálfur og í raun mun auðveldara en mig hafði grunað. Grikkirnir Anna Björg Jónsdóttir verðlaunaði sjálfa sig með ferð til útlanda voru mjög elskulegir og glaðlegir og tungumálið var engin hindrun.” Ása Birgisdóttir og Helga Sigfúsdottir „Ég veit ekki hvernig ég væri í ensku í dag ef ég hefði aldrei farið út!” segir Ása Birgisdóttir sem fór á enskuskóla í Bretlandi eftir níunda bekk. Hún er nú á fyrsta ári í Verzlunarskólanum og segir að dvölin í Bretlandi komi sér vel í náminu. „Ég fékk mun meiri tilfinningu fyrir málinu. Það er samt mikilvægt að fara á staði þar sem ekki eru aðrir íslendingar því annars er hætta á að maður tali íslensku allan tímann.“ Ása valdi þann kostinn að vera á heimavist frekar en hjá fjölskyldu. „Þannig kynntist ég fólkinu betur en þetta var eins og ein stór fjölskylda." Helga Sigfúsdóttir, frænka og vinkona Ásu, er með henni á fyrsta ári í Verzló. Hún hefur eytt mörgum sumrum erlendis og fór fyrst ellefu ára á enskuskóla til Bretlands. Þegar hún var fjórtán ára fór hún síðan til Þýskalands að vinna á hestabúgarði og kunni þá ekki orð í þýsku. Hún segist hins vegar hafa verið mjög fljót að komast inn í málið og að sumarið hafi verið ógleymanlegt. „Þetta kemur manni án efa að gagni í framtíðinni," segir Helga, „maður lærir líka að meta aðrar þjóðir,” bætir hún við. Ása og Helga eru sammála um að það sé mjög þroskandi að fara einn til útlanda og mæla hiklaust með því, „það hafa allir mjög gott af því að standa á eigin fótum." Anna Björg Jónsdóttir verðiaunaði sjálfa sig með ferð til útlanda 6 j

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.